Listi
  • ísaður fiskur
    Ísaður fiskur

Verkunarspá - Tengsl hráefnisgæða við vinnslu- og verkunarnýtingu þorskafurða

Verkefnisstjóri: Sigurjón Arason, sigurjón@rf.is

Verkefni til 2 ára.

Upphæð styrks 2004: 2.300.000 kr

Upphæð styrks 2005: 2.300.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2006

Samstarfsaðilar: Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Fiskiðjan Skagfirðingur hf


Markmið verkefnisins:

Markmið verkefnisins er að rannsaka hvernig ástand hráefnis tengist vinnslu- og verkunarnýtingu léttsaltaðra þorskafurða.

Með ástandi hráefnis er átt við þætti eins og aldur hráefnis frá veiði, los, mar, holdafar og fleiri þætti sem tengdir geta verið árstíðabundnum sveiflum í ástandi hráefnisins og veiðisvæðum en auk þess veiðiaðferðum og meðhöndlun afla eftir veiði að vinnslu.

Skoðað verður hvernig stýra megi söltunarferlinu til að draga úr sveiflum bæði í nýtingu og gæðum. Hitastig, saltstyrkur og íbót fosfats eru meðal þátta sem áhugavert er að skoða. Að auki verður þessi hluti innlegg í stærra verkefni „Vinnsluspá þorskafla“

Tilvísunarnúmer AVS: R 030-04

Þetta verkefni tengist mjög verkefninu Spálíkan fyrir þorskvinnslu (R 020-03)

Frétt um verkefnið birtist 13.11. 2006

Hluta verkefnisins vann Runólfur Guðmundsson sem masterverkefni og nálgast má skýrslu hans hér.

Frétt birtist um verkefnið 28.082007

Afrakstur verkefnisins hefur verið birtur í nokkrum vísindagreinum, og nokkrar fleiri eru væntanlegar:

Margeirsson, S., Jónsson, G.R., Arason, S. Thorkelsson, G. (2007). Processing forecast of cod - Influencing factors on yield, gaping, bruises and nematodes in cod (Gadus morhua) fillets. Journal of Food Engineering 80 (2007). 503-508.

Sveinn Margeirsson, Allan A. Nielsen, Gudmundur R. Jonsson, Sigurjon Arason. (2006). Effect of catch location, season and quality on value of Icelandic cod (Gadus morhua) products. In Seafood research from fish to dish - Quality, safety & processing of wild and farmed fish. Edited by J.B. Luten, C. Jacobsen, K. Bekaert, A. Sæbø, J. Oehlenschläger. Wageningen Academic Publishers, The Netherlands. p. 265-274.

Sveinn Margeirsson, Páll Jensson, Guðmundur R. Jónsson og Sigurjón Arason. (2006). Hringormar í þorski – útbreiðsla og árstíðasveiflur. Árbók Verkfræðingafélags Íslands 2006.

Þrjár greinar til viðbótar bíða birtingar:

Margeirsson S., Gudmundsson R., Jensson R., Jonsson G.R., Arason S. 2007. A Planning Model for a Fisheries Company. European Journal of Operations Research. Submitted.

Margeirsson, S., Hrafnkelsson, B., Jónsson, G.R., Jensson, P., Arason, S. (2007). Decision making in the cod industry based on recording and analysis of value chain data. Journal of Food Engineering. Submitted.

Margeirsson S., Jonsson G. R., Arason S., Thorkelsson G., Sigurgisladottir S., Hrafnkelsson B., Jensson P. Food Engineering Trends – Icelandic view. Journal of Food Engineering. Submitted 26.5.2007.

Verkefninu er lokið sjá frétt 16. janúar 2008

Til baka Senda grein

header3


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica