Listi
  • Samvalstæki í HB Granda
    Valka RabidWeigher
    Samvalstækið uppsett í HB-Granda

Sjálfvirk pökkun á ferskum fiskflökum og bitum

Verkefnisstjóri: Svavar Svavarsson, svavar@grandi.is

Verkefni til 1 árs.

Upphæð styrks 2004: 3.000.000 kr

Upphæð styrks 2005: 6.500.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2005

Samstarfsaðilar: HB-Grandi hf og Valka ehf


Markmið verkefnisins: Megin markmið verkefnisins er að þróa tækjabúnað til að pakka sjálfvirkt ferskum flökum og ferskum flakabitum í pakkningar af fastri þyngd með lágmarks yfirvigt. Nánast engin framþróun hefur verið í pökkun ferskra fiskafurða í mörg ár. Slík pökkun er því vinnuaflsfrek og þar með kostnaðarsöm auk þess sem yfirvigt er mun meiri en hún þyrfti að vera. Það er mat sérfræðinga í sjávarútvegi að samkeppni á okkar helstu fiskmörkuðum frá Kína og öðrum láglaunasvæðum sé orðin veruleg ógn við fiskvinnslu hér á landi. Þetta kom skýrt fram á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldin var í október síðast liðnum. Hættan felst í því að vegna þess að launakostnaður hér á landi er um 30 sinnum hærri en í Kína, verði öll vinnsla flutt þangað. Helstu möguleikar fiskvinnslunnar felst í því að halda áfram að auka sjálfvirknina í vinnslunni og ennfremur í sölu á ferskum afurðum sem ekki er unnt að vinna á láglaunasvæðum. Í þessu verkefni er leitast við að auka sjálfvirkni og gera sókn inn á ferskfiskmarkaðinn mun fýsilegri en ella yrði.

Tilvísunarnúmer AVS: R 005-04

Verkefninu er lokið og var vélin sem smíðuð var meðal annars kynnt á Sjávarútvegssýningunni í september 2005. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Völku ehf www.valka.is

Fréttir hafa birst á heimasíðu AVS þann 30.08.2005 og svo í tengslum við kynningu sjávarútvegsráðherra á starfsemi AVS þann 29.11.2005

Til baka Senda grein

header2


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica