Listi
  • Thorskur
    Eldisþorskur kallar eftir fóðri
    (Ljósm.: Valdimar I. Gunnarss.)

Ódýrt fóður fyrir þorsk

Article

Verkefnisstjóri: Jón Árnason, jon.arnason@laxa.is

Verkefni til 2 ára.

Upphæð styrks 2004: 3.000.000 kr

Upphæð styrks 2006: 4.800.000 kr

Upphafsár: 2004

Áætlað lokaár: 2007

Samstarfsaðilar: Fóðurverksmiðjan Laxá hf, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskólinn að Hólum, Síldarvinnslan hf, Hafrannsóknastofnun og rannsóknastofnun landbúnaðarins


Markmið verkefnisins: Markmið verkefnisins er að leita leiða til lækkunar fóðurkostnaðar við eldi á þorski. Til þess á ná því markmiði verður rannsakað hvort og í hve miklum mæli unnt er að nota fitu sem próteinsparandi orkugjafa í þurrfóður fyrir þorsk. Áhrif sojapróteina (15%) verða jafnframt könnuð í hluta fóðurgerða (fóðri með 15, 20 og 30% fituinnihaldi). Fóðrið þarf að hafa rétt næringarinnihald fyrir eldisþorsk þannig að fiskurinn vaxi hratt, fóðurnýting sé ásættanleg, fiskurinn sé heilbrigður og að umhverfið hljóti sem minnstan skaða af. Eðliseiginleikar fóðursins (áferðareiginleikar eins og t.d. harka, vatnsbinding og stöðugleiki fóðurs í vatni ) þurfa einnig að vera sambærilegir við hefðbundið fóður. Markmiðið er að þorskeldisfóðrið framkalli mikinn vöxt án þess að valda fitusöfnun í lifur. Í tilrauninni verður virkni trypsíns einnig rannsökuð mtt. vaxtar. Markmið þessara tilrauna er að kanna hvort unnt sé að mæla vöxt með mælingum á virkni trypsíns.

Tilvísunarnúmer AVS: R 040-04

Frétt birtist um verkefni 30.07.2008

Skýrsla verkefnisstjóra: Fituþol þorsks

Til baka Senda grein

header12


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica