Þorskkvóti

Þorskkvóti til áframeldis

Samkvæmt bráðabirgðaákvæði nr. XXXI í lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, hefur sjávarútvegsráðherra til sérstakrar ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 500 tonnum af óslægðum þorski. Þessum aflaheimildum skal ráðstafað til tilrauna með áframeldi á þorski.

Sjávarútvegsráðherra úthlutaði slíkum aflaheimildum í fyrsta sinn árið 2002, en AVS rannsóknasjóður hefur frá 2003 tekið við umsóknum, lagt faglegt mat á þær og gert síðan tillögur til ráðherra.

Skýrslur um þorskeldiskvótann:

Fjölrit Hafró nr. 100 fyrir árið 2002

Fjölrit Hafró nr. 113 fyrir árið 2003

Fjölrit Hafró nr. 124 fyrir árið 2004

Fjölrit Hafró nr. 132 fyrir árið 2005

Skýrslur má einnig nálgast á heimsíðu Hafrannsóknastofnunar: http://www.hafro.is/Bokasafn/Timarit/fjolr.htm

Sjá nánar um verkefnið á http://www.sjavarutvegur.is/thorskeldi/index.htm

Til baka Senda grein

header3


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica