Verkefnaflokkar

Styrkir til að ráða mastersnema eða doktorsnema

Mastersnemar og doktorsnemar eru oft á tíðum að vinna að mikilvægum rannsókna- og þróunarverkefnum fyrir íslenskan sjávarútveg undir leiðsögn færustu sérfræðinga. Slík verkefni geta nýst fyritækjum í leit að nýrri tækni eða nýjum lausnum. Mikilvægt er að tengja saman háskóla og fyrirtæki og er AVS sjóðurinn tilbúinn til að styrkja verkefni þar sem ráðning nemanda er hluti af kostnaði verkefnisins.

Styrkirnir eru til fyrirtækja sem hyggjast ráða nemenda til afmarkaðs verkefnis. Verkefnið verður að vera hluti af framhaldsnámi þeirra og verkefnið verður að geta skapað aukin verðmæti sjávarfangs.

Um getur verið að ræða verkefni sem:

  • Miða að því að bæta núverandi vörur fyrirtækis eða þróa nýjar
  • Efla markaðssetningu eða komast inn á nýja markaði
  • Þróa ferla sem auka framleiðni, bæta gæði, auka afköst o.fl.

Upplagt er fyrir fyrirtæki að leita til þeirra sem hyggja á framhaldsnám eftir að hafa misst vinnuna að undanförnu. Meðal þeirra er að finna marga einstaklinga sem hafa mikla reynslu af erlendum samskiptum og hafa mikinn áhuga á að taka þátt í krefjandi verkefnum.

Lögð er áhersla á stutt og hnitmiðuð verkefni og njóta þau verkefni að öllu jöfnu forgangs sem geta skila afurð á sem stystum tíma.

AVS sjóðurinn er tilbúinn til að greiða allt að 50% af kostnaði verkefnisins, en hámarksstyrkur er 6 m.kr.

Umsóknum skal skilað með tvennum hætti:

  1. Senda skal umsókn ásamt öllum fylgiskjölum,sem viðhengi til avs@avs.is fyrir kl. 20:00 1. desember 2016
  2. Senda skal einnig undirritað eintak, sem skal í öllum atriðum vera eins og rafræna eintakið til Byggðastofnun v/AVS rannsóknasjóðs, Ártorg, 550 Sauðárkróki.


Til baka Senda grein

header18


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica