Verkefnaflokkar

Styrkir til að flytja inn þekkingu eða fyrirtæki

AVS sjóðurinn er tilbúinn til að styrkja fyrirtæki eða einstaklinga til að leita að nýjum framleiðslueiningum, framleiðslufyrirtækjum eða þekkingu erlendis og flytja til Íslands.

Í þessu tilviki er mikilvægt að um sé að ræða nýjung á Íslandi og að á ferðinni sé fyrirtæki eða þekking sem eykur fjölbreytileikan í íslenskum sjávarútvegi, skapi aukin verðmæti og ný störf.

Nauðsynlegt er að fyrir liggi ákveðnar hugmyndir um möguleika þannig að ekki er hægt að sækja um óskilgreind tækifæri.

Mikilvægt er að verkefnið verði unnið á skemmri tíma en 12-18 mánuðum og að þeim tíma liðnum liggi fyrir fullmótaðar áætlanir um flutning þekkingar eða fyrirtækis.

AVS sjóðurinn er tilbúinn til að greiða allt að 50% af kostnaði verkefnisins, en hámarksstyrkur er 8 m.kr.

Styrkur er ekki ekki ætlaður til fjárfestinga.

Umsóknum skal skilað með tvennum hætti:

  1. Senda skal umsókn ásamt öllum fylgiskjölum,sem viðhengi til avs@avs.is fyrir kl. 20:00 1. desember 2016
  2. Senda skal einnig undirritað eintak, sem skal í öllum atriðum vera eins og rafræna eintakið til Byggðastofnunar v/AVS rannsóknasjóðs, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki.


Til baka Senda grein

header18


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica