Verkefnaflokkar

Styrkir til að vinna að vöruþróun og nýsköpun

AVS sjóðurinn hefur stutt mörg verkefni, sem geta skilað umtalsverðum verðmætum ef skapaðar eru réttar aðstæður. Mikilvægt er að velja þær rannsóknir sem eru lengst á veg komnar og koma afurðum þeirra verkefna í verðmæti, nýjar vörur, ný störf og aukin verðmæti fyrir sjávarútveginn.

Verkefnið sem sótt er um getur verið byggt á fyrri rannsókna- og þróunarverkefnum sem AVS sjóðurinn hefur styrkt, en ný og sjálfstæð verkefni eru alls ekki útilokuð.

Styrkurinn getur verið til þess að ráða sérfræðinga tímabundið eða til að kaupa þjónustu.

AVS sjóðurinn er tilbúinn til að greiða allt að 50% af kostnaði verkefnisins, en hámarksstyrkur er 12 m.kr.

Opið er fyrir allar hugmyndir sem auka verðmæti sjávarfangs svo sem orkusparandi veiðiaðferðum, vistvænni veiðitækni, fullvinnslu, nýjum afurðum, nýrri tækni, aukinni nýtingu, matarferðamennsku, hönnun, fiskeldi, nýjum tegundum eða öðru því sem getur skila styrkþegum verðmætri afurð á stuttum tíma.

Frestur til að skila inn umsóknum er 1. desember 2018- Rafræn skil fyrir kl 20:00

Umsóknum skal skilað með tvennum hætti:

  1. Senda skal umsókn ásamt öllum fylgiskjölum,sem viðhengi til avs@byggdastofnun.is fyrir kl. 20:00 1. desember 2018
  2. Senda skal einnig undirritað eintak, sem skal í öllum atriðum vera eins og rafræna eintakið til Byggðastofnunar v/AVS rannsóknasjóðs, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki
Til baka Senda grein

header18


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica