Sækja um

Umsóknir í AVS rannsóknasjóð

AVS rannsóknasjóður starfar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og tekur á móti umsóknum um styrki til verkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. AVS rannsóknasjóður leggur faglegt mat á umsóknir og leggur fram tillögur um úthlutun styrkja eða höfnun umsókna til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem veitir styrki til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis.


Styrkirnir eru tvenns konar. Annars vegar hefðbundnir rannsóknastyrkir sem geta verið allt að 12 milljónir kr. í þrjú ár. Sé um viðamikil verkefni, sem ná yfir lengra tímabil en eitt ár, þarf að gera grein fyrir öllum árum þess í upphafi en styrkur að aðeins veittur til eins árs í einu og mest í þrjú ár. Það þarf því að endrnýja umsókn á hverju ári og gera grein fyrir framvindu verkefnisins.

Hins vegar er um að ræða smástyrki til eins árs allt að þremur milljónum kr. Þessi styrkur er til komin  vegna minni verkefna eða forverkefna til undirbúnings stærri verkefna.


Umsóknareyðublað vegna styrkja má nálgast hér.


Leiðbeiningar má nálgast hér .


Auglýsingu um styrki má nálgst hér .


Umsækjendur eru hvattir til að leita eftir samvinnu einstaklinga, fyrirtækja og/eða stofnana og háskóla.

AVS rannsóknasjóður gerir kröfu um að séð sé fyrir endann á fjármögnun verkefnisins sem sótt er um styrk til.

Umsækjendur velja sjálfir þann faghóp sem þeir telja að henti best til að meta umsóknina, en faghópar AVS eru í fiskeldi, líftækni, markaði og veiðum & vinnslu.. Sjóðurinn áskilur sér þó rétt til að breyta  fræá æósk umsækjenda ef gildar ástæður eru til þess. 

Samstarf AVS og Tækniþróunarsjóðs

Hægt er að sækja um styrk vegna sama verkefnis til AVS og Tækniþróunarsjóðs. Sjá nánar í leiðbeiningum 2019

Til baka Senda grein

header1


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica