Sækja um

Umsóknir í AVS rannsóknasjóð

AVS rannsóknasjóður starfar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og tekur á móti umsóknum um styrki til verkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. AVS rannsóknasjóður leggur faglegt mat á umsóknir og leggur fram tillögur um úthlutun styrkja eða höfnun umsókna til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem veitir styrki til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis.

Flokkar umsókna:

Rannsókna- og þróunarverkefni


Eyðublöð fyrir rannsóknastyrki og smáverkefni má fá hérStyrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum. Stjórn sjóðsins forgangsraðar styrkjum til rannsókna í þágu verkefna sem auka verðmæti sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins.

Umsækjendur eru hvattir til að leita eftir samvinnu einstaklinga, fyrirtækja og/eða stofnana og háskóla.

AVS rannsóknasjóður gerir kröfu um að séð sé fyrir endann á fjármögnun verkefnisins sem sótt er um styrk til.

Umsækjendur velja sjálfir þann faghóp sem þeir telja að henti best til að meta umsóknina, en faghópar AVS eru í fiskeldi, líftækni, markaði og veiðum & vinnslu

Leiðbeiningar 2017

Veittir eru styrkir til eins árs í senn en verkefnin geta verið til mismunandi langs tíma eða frá einu ári upp í þrjú, en senda skal inn framhaldsumsókn / framvinduskýrslu á hverju ári fyrir verkefni sem spanna meira en eitt ár.

Samstarf AVS og Tækniþróunarsjóðs

Hægt er að sækja um styrk vegna sama verkefnis til AVS og Tækniþróunarsjóðs. Sjá nánar í leiðbeiningum 2016

Til baka Senda grein

header18


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica