Um AVS

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins

AVS rannsóknasjóður veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. Skammstöfunin AVS er einmitt til kominn af orðunum "Aukið Verðmæti Sjávarfangs" Styrkir eru veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis.

Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum.

Byggðastofnun var um áramótin 2013/2014 falin umsýsla með sjóðnum. Í stað stjórnar, sem áður var, var sett á stofn úthlutunarnefnd, sem forgangsraðar umsóknum og gerir tillögur um styrki il sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Nú eru í  úthlutunarnefndinni Ólafur Halldórsson Akureyri, Hólmfríður Sveinsdóttir Sauðárkróki og Jan Hermann Erlingsson Garðabæ. 

Umsóknafrestir

Frá því 2012 hefur umsóknarfrestur verið 1. desember fyrir styrki til úthlutunar næsta almanaksár og verður svo einnig fyrir styrki næsta árs.  Ef 1. desember er helgidagur færist umsóknafrestur fram á næsta virka dag.


Enskt heiti sjóðsins: AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries and Agriculture in Iceland

Til baka Senda grein

header9


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica