Fréttir

Vorboðinn ljúfi

Verkefninu "Vorboðinn ljúfi" (R 038-16) er lokið

24.3.2020

Meginmarkmið þessa verkefnis var að finna grásleppuhrognum nýja markaðsmöguleika til þess að skapa greininni fjölbreyttari Vorboðinn ljúfiafsetningartækifæri og styrkja þannig afkomu þeirra sem stunda grásleppuveiðar. Verkefnið var unnið í samstarfi Sjávarlíftæknisetursins BioPol ehf, GPG fiskverkun, Garðars ehf og Háskólans á Akureyri.

Meginmarkmið þessa verkefnis var að finna grásleppuhrognum nýja markaðsmöguleika til þess að skapa greininni fjölbreyttari afsetningartækifæri og styrkja þannig afkomu þeirra sem stunda grásleppuveiðar. Verkefnið var unnið í samstarfi Sjávarlíftæknisetursins BioPol ehf, GPG fiskverkun, Garðars ehf og Háskólans á Akureyri.

Í fyrstu var reynt að hafa áhrif bit og áferð grásleppuhrogna til þess að reyna að líkja eftir áferð loðnuhrogna. Nokkar aðferðir voru notaðar sem ekki skiluðu ásættanlegum árangri. Í framhaldinu var brugðið á það ráð að nota búnað sem notaður er til þess að lita loðnuhrogn til þess að hreinsa og pækilsalta grásleppuhrogn sem síðan voru fryst. Var sú vara kynnt fyrir söluaðilum sem komu henni áleiðis á væntanlega kaupendur. Skilaði sú vinna töluverðum áhuga hjá kaupendum sem leiddu þó ekki til viðskipta þar sem ekki náðist saman um verð. Líklegt er að ástand á hrognamarkaði hafi þarna áhrif.

Samhliða þessari rannsóknavinnu var nemi við Háskólasetur Vestfjarða, John H. Burrows, feginn til þess að framkvæma skrifborðarannsókn á markaðsmöguleiknum grásleppuhrogna. Verkefnið beindist mjög fljótt að fitusýrusamsetningu og fitusýruhlutfalls hrognanna þar sem hrogn gætu nýst sem heilsufæði. Niðurstöður þeirra rannsókna sýndu að hlutfall omega-3 fitusýra, EPA og DHA í grásleppuhrognum kom vel út í samanburði hrogn annarra fiska og við sambærilegar vörur á heilsuvörumarkaði. Tillögur verkefnisins hvað varðar aukin verðmæti grásleppuhrogna snúa að því að draga fram sérstöðu hvað varðar hlutfall fjölómettaðra fitusýra og fosfórlípíða. Einnig var lagt til að leggja mikið upp úr upprunamerkingu vörunnar og lagt til að horfa til frekari úrvinnslu í átt til heilsufæðis og fæðubótarefna.  

Til baka Senda grein

header13


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica