Fréttir

Vinnsla á grjótkrabba R 009-15

Verkefninu "Vinnsla á grjótkrabba" R 009-15 er lokið

14.11.2016

markmið þessa verkefnisins var að gera tilraunir á vinnslu grjótkrabba á frumstigum sem er þá helst frysting á heilum eða hlutuðum hráum og soðnum krabba, auk þess að gera tilraunir með mismunandi aðferðir við að vinna kjöt úr krabbanum. Tækjabúnaður til vinnslu á kjöti úr kröbbum er frekar dýr og því hornsteinn verkefnisins að leggja mat á mögulega vinnslu á lítið unnum krabba til sölu á innlendum og erlendum mörkuðum, eins og hvernig best geti verið að uppfæra vinnsluna frá frumvinnslu til vinnslu á kjöti úr grjótkrabba.

Arctic ehf. hefur stundað tilraunaveiðar og vinnslu á grjótkrabba í fimm ár, grjótkrabbi er ný tegund við strendur Íslands og hefur nða ágætri útbreiðslu við vestanvert landið á skömmu tíma. Veiðitilraunir hafa sýnt að þéttleiki og afli er enn lítill en fer aukandi og á möguleika á að standa undir arðbærri veiði í framtíðinni. Til að hægt sé að stunda veiðar þarf að vera þekking á vinnslu afurða en markmið þessa verkefnisins var að gera tilraunir á vinnslu grjótkrabba á frumstigum sem er þá helst frysting á heilum eða hlutuðum hráum og soðnum krabba, auk þess að gera tilraunir með mismunandi aðferðir við að vinna kjöt úr krabbanum. Tækjabúnaður til vinnslu á kjöti úr kröbbum er frekar dýr og því hornsteinn verkefnisins að leggja mat á mögulega vinnslu á lítið unnum krabba til sölu á innlendum og erlendum mörkuðum, eins og hvernig best geti verið að uppfæra vinnsluna frá frumvinnslu til vinnslu á kjöti úr grjótkrabba. Verkefninu er lokið og er ljóst að vinnsla á grjótkrabba getur orðið raunhæfur kostur fyrir innlendar vinnslur í framtíðinni. Hægt er að fara nokkrar leiðir að vinnslu á grjótkrabba en hráefnisframboð og fjárfestingeta framkvæmdaaðila afmarka þó mögulega uppbyggingu á hverjum tíma.

Niðurstöður verkefnisins eru helst þær að virðiskeðjan getur ekki orðið sterk nema með frekar fullkominni vinnslu þar sem möguleikar eru á að vinna kjöt úr krabba og þá líklega helst salatkjöt og belgi. Mögulegt er að vinna krabba heilan en eftirspurnin er frekar lítil sem leiðir til þess að slík vinnsla getur síður orðið mjög umfangsmikil eða arðbær. Vinnsla á heilum krabba er hinsvegar góð leið til að hefja veiðar og nýtingu. Við uppfærslu á kjötvinnslu er líklega best að hefja vinnslu á marningi og belgjakjöti úr löppum þar sem slíkur búnaður kostar ekki verulega mikið, nýtir kjöt úr krabbanum vel og nær verðmætustu bitum krabbans. Markaðir fyrir kjöt úr grjótkrabba virðast þokkalegir og möguleikar á að útgerðir geti fengið gott verð fyrir aflann eru til staðar, en líkt og áður segir þarf þróaða kjötvinnslu til að ná góðum verðum.  

Til baka Senda grein

header19


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica