Fréttir

Veiruhemjandi Penzyme-chymotrypsin efnablanda

Verkefni R 045-15 er lokið. Skýrslan er trúnaðarmál fyrst um sinn

18.9.2018

Markmið verkefnisins var að kanna áhrif ýmissa náttúrefna á stöðugleika Penzyme og chymotrypsín til að auka líftíma og/eða sýklahemjandi virkni efnablöndu sem inniheldur þessi ensím.

-Fréttatilkynning

Hjá líftæknifyrirtækinu Zymetech er unnið að skráningu nýrrar sýklahemjandi lækningavöru. Varan mun innihalda próteinkljúfandi ensím, trypsín (Penzyme) og chymotrypsín, úr þorski en sýnt hefur verið fram á að saman hafi þessi ensím mikla virkni gegn kvefveiru (human rhinovirus). Markmið verkefnisins var að kanna áhrif ýmissa náttúrefna á stöðugleika Penzyme og chymotrypsín til að auka líftíma og/eða sýklahemjandi virkni efnablöndu sem inniheldur þessi ensím. Byggt á niðurstöðum verkefnisins munu tvö náttúrefni verða notuð við frekari þróun á Penzyme/chymotrypsín lækningavörunni. Í verkefninu voru einnig þróaðar aðferðir fyrir hreinsun á chymotrypsíni og öðru próteinkljúfandi ensími (elastasa) úr þorski. Hreinsunaraðferðirnar gáfu góðar heimtur og hreinleika við framleiðslu ensímanna á stórum skala sem er afar mikilvægt af hagkvæmnisástæðum.

Þekkingin sem varð til í verkefninu er mjög mikilvæg fyrir þróun, skráningu og framleiðslu á lækningavöru sem inniheldur trypsín og chymotrypsín. Niðurstöður verkefnisins munu leiða til aukinnar nýtingar á viðbótarafurðum þorsks og þar með verðmætaaukningar innan sjávarútvegs.

Þetta verkefni var stutt af AVS Rannsóknarsjóði í Sjávarútvegi (Tilvísunarnúmer: R 15 04615). 

Til baka Senda grein

header12


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica