Fréttir

Þýðing á sjófkumrystum þorskflö

Verkefninu R 080-12 "Þýðing á sjófkumrystum þorskflö" lokið

20.5.2020

Með aukinni eftirspurn á frystu sjávarfangi, bæði til notkunar hér á landi og til útflutnings er þörf á bættum þíðingarferlum. Með bættum þíðingarferlum aukast gæði og nýting afurða til áframhaldandi vinnslu hérlendis og erlendis, til veitingahúsa jafnt sem stórmarkaða.

Með aukinni eftirspurn á frystu sjávarfangi, bæði til notkunar hér á landi og til útflutnings er þörf á bættum þíðingarferlum. Með bættum þíðingarferlum aukast gæði og nýting afurða til áframhaldandi vinnslu hérlendis og erlendis, til veitingahúsa jafnt sem stórmarkaða.

Markmið verkefnisins var að kanna aðferðir við þíðingu á þorskflökum í blokk og finna bestu hugsanlegu aðferð til þíðingar fyrir markaði erlendis. Afrakstur verkefnisins ætti að leiða til aukinnar gæða afurða sem unnar eru úr frosnu hráefni og hagræðingar í vinnslu sem leiðir til lægri framleiðslukostnaðar.

Mynd 1. Þíðing á sjófrystum flökum í vatnsbaði

Helstu niðurstöður verkefnisins voru þær að besta þíðingaraðferðin, af þeim aðferðum sem prófaðar voru, var þíðing í vatni með loftbæstri. Einnig kom í ljós að aðferð með temprun (hálfþiðnun) og í framhaldi þíðing var raunhæf, að því tilskyldu að stilla hitastig og tíma þíðingar á réttan hátt.

Til baka Senda grein

header17


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica