Fréttir

Sjávarlífverur - leit að ónæmisstýrandi lyfjasprotum

Verkefnið "Sjávarlífverur - leit a ónæmisstýrandi lyfjasprotum! R 029-14 er lokið

18.1.2018

Í náttúrunni er að finna nytsöm efnasambönd með ýmis konar virkni, sem hægt er að nýta við þróun lyfja, en yfir þriðjungur allra lyfja á markaði í dag er kominn frá náttúruefnum. Sjávarlífverur framleiða efni sem eru frábrugðin sambærilegum efnum landlífvera og gætu því verið góð uppspretta nýrra lyfjasprota en rannsóknir á lífvirkni náttúruefna úr hafinu eru mjög skammt á veg komnar.Markmið verkefnisins var að nota lífvirknileidda einangrun til að finna efni í sjávarlífverum sem hafa áhrif á bólgusvar angafrumna og ákvarða með hvaða hætti þau verka.

Í náttúrunni er að finna nytsöm efnasambönd með ýmis konar virkni, sem hægt er að nýta við þróun lyfja, en yfir þriðjungur allra lyfja á markaði í dag er kominn frá náttúruefnum. Sjávarlífverur framleiða efni sem eru frábrugðin sambærilegum efnum landlífvera og gætu því verið góð uppspretta nýrra lyfjasprota en rannsóknir á lífvirkni náttúruefna úr hafinu eru mjög skammt á veg komnar.Markmið verkefnisins var að nota lífvirknileidda einangrun til að finna efni í sjávarlífverum sem hafa áhrif á bólgusvar angafrumna og ákvarða með hvaða hætti þau verka. Skimað hefur verið fyrir lífvirkum efnum í fjölda sjávarlífvera og hafa þættir/hrein efni úr tveimur þeirra, svömpunum Halichondria sitiens og Geodia (ekki búið að tegundagreina ennþá), sýnt sérstaklega áhugaverð bólguhamlandi áhrif. Nokkrir þættir úr H. sitiens og nokkur hrein efni úr Geodia draga úr seytun angafrumna á bólguboðefninu IL-12p40 og/eða auka seytun á bólguhamlandi boðefninu IL-10. Auk þess minnka nokkrir þættir úr Halichondra sitens getu angafrumna til að ræsa og sérhæfa T frumur í Th1 frumur.Niðurstöður þessa verkefnis, sem m.a. var styrkt af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi, benda til að í svömpunum Halichondria sitiens og Geodia sé að finna efni sem gætu hugsanlega dregið úr bólgusjúkdómum, einkum þeim sem einkennast af Th1 ónæmissvari. Meðal bólgusjúkdóma sem einkennast af Th1 ónæmissvari eru margir þeirra sjúkdóma sem hrjá Vesturlandabúa, eins og hjarta- og æðasjúkdómar, liðagigt, krabbamein og Alzheimers sjúkdómur.Niðurstöðurnar hafa verið birtar í einni vísindagrein og er önnur í smíðum. Þær hafa einnig verið kynntar á erlendum og innlendum ráðstefnum. Auk þess voru niðurstöðurnar uppistaðan í einni meistararitgerð og verða hluti af doktorsritgerð.

Lokaskýrslu vegna verkefnisins má nálgast hér .

Til baka Senda grein

header10


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica