Fréttir

Nýstárleg hágæða innihaldsefni fyrir gæludýrafóður

Verkefninu R 044-15 "Nýstárleg hágæða innihaldsefni fyrir gæludýrafóður" er lokið

20.5.2020

Markmið verkefnisins var að framleiða nýstárleg innihaldsefni fyrir gæludýrafóður úr afskurði og öðrum hliðarhráefnum frá uppsjávarfiskvinnslu. 

Lokið er verkefninu „Nýstárleg hágæða innihaldsefni fyrir gæludýrafóður“ sem unnið var af SVN og Matís, með styrk frá AVS.

Markmið verkefnisins var að framleiða nýstárleg innihaldsefni fyrir gæludýrafóður úr afskurði og öðrum hliðarhráefnum frá uppsjávarfiskvinnslu. Mismunandi leiðir voru kannaðar svo sem að nýta ensím að viðbættu þangi sem gerir mögulegt að þróa afurðir sem innihalda andoxunarefni, ómega-3 fitusýrur og peptíð. Mikill áhugi er fyrir þess háttar lífvirkum innihaldsefnum fyrir hinn ört stækkandi gæludýrmarkað. Niðurstöður verkefnisins nýtast áfram við að auka nýtingu uppsjávarafla í verðmætari afurðir en í dag og þar með auka virði sjávarfangs. 

Til baka Senda grein

header3


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica