Fréttir
  • Rannsoknateymid_a_Keldum
    Rannsóknateymið á Keldum
    Ívar Örn Árnason MS-nemi, Sigríður Guðmundsdóttir verkefnisstjóri og Harpa Lind Björnsdóttir starfsmaður verkefnisins

Nýrnaveiki í laxfiskum

12.10.2010

Nýrnaveiki í laxfiskum er afar erfið viðfangs og mikið ríður á að hafa góðar greiningaraðferðir, þar sem bakterían er yfirleitt búinn að búa um sig í langan tíma og mikill hluti hópsins hefur smitast, þegar sjúkdómseinkenna verður fyrst vart.

Eitt af markmiðum AVS verkefnisins, sem unnið var á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, var að prófa gildi kjarnsýrugreininga og bera saman við aðal greiningaraðferðina, pELISA, sem nemur mótefnavaka bakteríunnar.

PCR próf sem þróað var í verkefninu, snPCR, var sambærilegt að næmi, en öruggara og ódýrara en nPCR próf sem OIE mælir með. Þá var notkun FTA pappírs við einangrun kjarnsýra mjög til bóta þar sem hún er einfaldari og ódýrari en þær aðferðir sem mest eru notaðar. Einnig er langtíma geymsla slíkra sýna auðveld.

Niðurstöður snPCR og nPCR greininga á nýrnasýnum úr mikið sýktum laxahópi gáfu svo til sama næmi og 94,4% samsvörun. Þau greindu færri, þó ekki marktækt færri, jákvæð sýni í hópi með virka sýkingu, en pELISA. Flóknari og dýrari PCR próf, s.k. qPCR og RT-qPCR voru síðri greiningartæki og gáfu ekki jákvæðar niðurstöður í hópi með virka sýkingu fyrr en pELISA gildi var orðið mjög hátt.

Hrognavökvi og tálknasýni voru prófuð jafnframt nýrnasýnum og reyndust ekki vera heppileg sýni, hvorki fyrir sjúkdómsgreiningu né kembileit.

Niðurstöður úr villtum fiski sýna að birtingarmynd smitsins er mjög ólík því sem gerist í eldishópi með virka sýkingu. Smit í urriða og bleikju, sem ekki ganga til sjávar, virðist vera uppspretta smits í vatnakerfum.

Skýrsla verkefnisstjóra: Nýrnaveiki í laxfiskum: greining sýkingar og framvinda sjúkdóms

Tilvísunarnúmer AVS: R 076-07Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica