Fréttir
  • Bleikjur
    Bleikjur

Plöntumjöl í stað fiskimjöls í fóðri bleikju

19.8.2010

Sýnt hefur verið fram á að hægt er að ná góðum árangri í bleikjueldi, með því að minnka hlut fiskimjöls í fóðri og nota þess í stað plöntumjöl. Þessi breyting á samsetningu fóðurs virðist ekki hafa áhrif á vöxt bleikjunnar eða gæði afurða.

Á undanförnum árum hafa verið gerða tilraunir með stuðning AVS sjóðsins til að lækka fóðurkostnað í bleikjueldi. Með því að skipta út dýru fiskimjöli að hluta og nota ódýrara próteinríkt plöntumjöl í staðinn þá má lækka hráefniskostnað við gerð bleikjufóðurs um allt að 25-30%. Þar sem fóðurkostnaður er ríflega helmingur kostnaðar við bleikjueldi þá getur framleiðslukostnaður við eldið lækkað um a.m.k. 15%.

Að auki er sá ávinningur fenginn að með minni notkun fiskimjöls í fóðrinu þá verður bleikjueldið nettó framleiðandi af fiskipróteinum með umbreytingu á ódýrari plöntupróteinum og stefnir því á átt að aukinni sjálfbærni.

Plöntupróteinin voru fengin m.a. úr repju sem nú er hafin ræktun á hér á landi, sem gerir þessar niðurstöður mun áhugaverðari.

Hér er hægt að nálgast skýrslu verkefnisins: Plöntumjöl í stað fiskimjöls í fóðri fyrir bleikju af matfiskstærð

Tilvísunarnúmer AVS: R 031-08Til baka Senda grein

header5


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica