Fréttir
  • Hugad_ad_affollum
    Hugað að afföllum
    Ljósm.: Valdimar Ingi Gunnarsson

Afföll á þorski í sjókvíum

17.2.2010

Töluverð afföll eru á eldisþorski í sjókvíum og geta ástæður verið margvíslegar. Nýlegar rannsóknir benda helst til þess að helsti orsakavaldurinn sé sjúkdómar af ýmsum toga.

Í þessu AVS verkefni voru könnuð afföll í kvíum hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf. sem er með eldi í Álftafirði við Ísafjarðardjúp og hjá HB Granda hf., en þeir eru með eldi í Berufirði. Þessi rannsókn miðaðist eingöngu að því að greina orsakir affalla á fiski sem háfaður var upp úr eldiskvíum.

Mest áberandi voru afföll vegna sjúkdóma, einkum bakteríusýkinga en bæði víbríuveiki og kýlaveikibróðir greindist í fiskinum. Í stöku tilfellum orsökuðu ytri sníkjudýrin Gyrodactylus, kostía (Ichhyobodo necator) og Trichodina lítilsháttar afföll.  Sníkjusveppurinn Loma greindist í nokkrum mæli.

Í sumum tilfellum voru sýkingar miklar sem að líkindum orsökuðu afföll. Í dauðfiskasýnum var töluvert af horfiski og vansköpuðum fiskum eða 20-40% af heildarfjölda. Afföll sem orsakast af sárum voru allt upp í tæp 30% og mest áberandi voru sár af völdum afræningja. Hlutfall þarmaveiki var yfirleitt 10-15%. Afföll sem rakin eru til hrygningarstíflu voru tiltölulega lítil og jukust eftir því sem fiskurinn var stærri. Nokkrar tillögur eru um fyrirbyggjandi aðgerðir til að draga úr afföllum sem er að finna í skýrslum af niðurstöðum verkefnisins.

Afföll á fiski í eldiskvíum og notkun dauðfiskaháfs

Afföll á þorski í sjókvíum.

Tilvísunarnúmer AVS: S 014-09Til baka Senda grein

header17


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica