Fréttir
  • Eldisþorskur
    Þorskur

Örva má vöxt þorsks með ljósum

14.12.2009

Komið hefur í ljós í mikilli ljósatilraun við eldi á þorski að stöðug ljósastýring á kvíastigi eldisins hafði jákvæð áhrif á vöxt fisksins samanborið við fisk sem haldið var við náttúrulega ljóslotu.

Ljósastýringin virtist einnig hafa jákvæð áhrif í seiðaeldinu áður en fiskurinn fer út í kvíarnar, þar sem tíðni vaxtagalla var minni í þeim hóp, en ljósasýringin hafði aftur á móti ekki áhrif á vöxt eða lifun þorskseiða á seiðaeldisstigi. Ljósastýring á seiðastigi eldisins virtist ennfremur leiða til lélegri vaxtar eftir flutning fisksins í sjókvíar og mikið var um óútskýrð afföll.

Í verkefninu voru þróaðar og staðlaðar nýjar aðferðir til mælinga á styrk vaxtarhormóna í þorski og reyndist aðferðin bæði næm og örugg. Ekki tókst að sýna fram á samband vaxtarhraða og styrks vaxtarhormóna í blóði í þessari rannsókn en aðferðin veitir mikla framtíðamöguleika við rannsóknir á t.d. vaxtarhraða villts þorsks.

Einnig var í verkefninu unnin ítarleg rannsókn á áhrifum sjókvíaeldis á fjölbreytileika og tegundasamsetningu botndýralífs undir kvíum. Ekki reyndist vera mikið álag samfara eldi í kvíunum yfir þriggja ára tímabil en víðtækar breytingar urðu þó á dýralífi botnsins. Botndýralífið minnkaði ekki og fjölbreytni hélst svipuð en tegundasamsetningin breyttist.

Skýrsla verkefnisins: Þróun iðnaðarvædds þorskeldis: Stjórn vaxtar og kynþroska með háþróuðum ljósabúnaði

Tilvísunarnúmer AVS: R 012-06Til baka Senda grein

header3


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica