Fréttir
  • Thveginn_marningur
    Þveginn marningur

Ný vinnsla marnings

1.10.2009

Í mörg ár hefur verið unnið að ýmsum lausnum til að auka nýtingu í bolfiskvinnslu og á síðasta ári styrkti AVS sjóðurinn fyrirtækið 3X Technology til að hanna nýtt marningskerfi svo ná mætti m.a. meira holdi af hryggjum eftir flökun.

Verkefnið hafð það að markmiði að auka verðmæti bolfiskafla með því að þróa feril sem eykur nýtingu og gæði marnings sem unninn er úr aukaafurðum s.s hryggjum sem fellur frá flökunarvélum og afskurði sem fellur frá snyrtilínum.

Megináherslur í verkefninu eru þróun og smíði á eftirtöldum einingum til að hægt sé að framleiða hágæða marning úr hryggjum. Um eftirtaldar einingar/verkþætti er um að ræða:

Hryggjarskurðarvél > Marningsþvottavél > Marningspressa > Marningspökkunarvél

      

 Marningskerfi-fra-3x
 Marningskerfið sem að fyrirtækið 3X Technology framleiðir


Lýsing á marningskerfinu:  Hryggjum er sturtað inn á innmötunarborð fyrir framan hryggjaskurðarvélarnar. Hryggjunum er raðað inn í skurðarvélarnar, dálkarnir eru skornir frá og fara fram úr vélinni inn á færiband sem flytur þá í burtu. Skottin detta niður undir vélinni og eru flutt inn á marningsvélina þar sem þau eru mörð  annarsvegar í marning og hinsvegar bein og rusl. Marningurinn er fluttur áfram í þvottatromluna þar sem hann er skolaður og síðan fluttur áfram til marningspressuna þar sem hún pressar vatnið úr marningnum. Eftir pressuna er hugmyndin að marningurinn nái að vera með staðlað vatnsinnihald (stilling framan á pressunni). Síðan er marningurinn fluttur með færibandi í marningspökkunarvélina sem skammtar réttu magni í öskjur.

Í skýrslu verkefnisstjóra má lesa nánar um afrakstur verkefnisins.

Tilvísunarnúmer AVS: R 050-08Til baka Senda grein

header13


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica