Fréttir
  • Kattamatur
    Kattamatur

Þurrkaður ufsi fyrir hunda og ketti

6.4.2009

Seafood Bureau –Fisksöluskrifstofan hefur þróað hágæða nammi úr þurrkuðum ufsa fyrir hunda og ketti. Markaðssetning og sala hefur farið mjög vel af stað í Noregi, Þýskalandi og Bretlandi.

Umsagnir kaupenda eru almennt mjög jákvæðar og hafa endanlegir neytendur – hundar og kettir – tekið vörunni með afbrigðum vel. En það mun taka nokkurn tíma enn til að ná eftirspurninni upp í verulegt magn. Framleiðandi vörunnar hefur tekið þátt í allnokkrum sýningum austanhafs og vestan. Í Noregi er varan t.d. til sölu í um 60 verslunum og er stefnt að því að hún muni fást í um 200 verslunum í lok ársins.

Frá síðastliðnu hausti hefur nammið verið til sölu á stærstu söluvefsíðu Þýskalands í gæludýravörum www.zooplus.de . Á þeirri vefsíðu gefst kaupendum færi á að tjá sig um gæði þeirrar vöru sem þeir kaupa. Nánast undantekningarlaust gefa kaupendur vörunni hæstu mögulega einkunn og eru mjög ánægðir með gæði vörunnar, uppruna, hreinleika, hollustu og hve vel gæludýrin taka við vörunni.

Tivísunarnúmer AVS: R 002-08Til baka Senda grein

header20


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica