Fréttir
  • Kúfskel við Suðurland
    Kúfskel við Suðurland

Kúfskel við suðurströnd Íslands

24.3.2009

Komið hefur í ljós að kúfskel finnst í veiðanlegu magni við suðurströnd landsins, en þéttleikinn er lítill og samsetning stofnsins er ekki samkvæmt þeim óskum sem markaðurinn kallar eftir í dag.

Rannsóknir út af suðurströnd landsins og umhverfis Vestmannaeyjar hafa til þessa verið mjög takmarkaðar. Botngerð svæðisins er á stórum svæðum samansett af fínum sandi sem ætti að henta vel fyrir kúfskelina og ýmsar aðra skeljar sem ætlunin var að skoða samhliða.

Hægur vöxtur einkennir kúfskelina og gerir það stofninn viðkvæman fyrir miklum veiðum og mælingar Hafrannsóknastofnunar sýndu að uppistaða veiðanna voru stórar og gamlar skeljar og að nýliðun í stofninum er lítil. Sökum aðstæðna á mörkuðum þá hefur sóknin í kúfskel breyst töluvert á síðustu árum. Á Þórshöfn er í gangi AVS verkefni (R 061-08) sem miðar að því að flytja út lifandi kúfskel til Evrópu.

Rannsóknir við suðurströndina sýndu að þéttleiki á svæðinu er um 1,5 skel á fermetra og meðalþyngd skeljar var 153g. Miðað við þennan þéttleika þá ætti lífmassinn á svæðinu að vera um 9.200 tonn. Samkvæmt tillögum Hafrannsóknastofnunar er óheimilt að veiða meira en sem nemur um 2,5% af áætlaðri stofnstærð, sem þýðir að kvóti fyrir kúfskel á þessu svæði væri ekki nema 230 tonn.

Kúfskelin er vel þekkt kaldsjávartegund í Norður Ameríku og Evrópu, lóðrétt útbreiðsla hennar nær frá fjörumörkum og niður á um 480 m dýpi. Árið 2006 veiddust um 450 tonn, en árið 2007 voru veidd 3.300 tonn. Tillögur Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla fyrir fiskveiðiárið 2008/2009 er 31.500 tonn.

Verkefnisstjóri verkefnisins Páll Marvin Jónsson hefur skilað inn skýrslu Kúfskel (Arctica islandica) við suðurströnd Íslands

Tilvísunarnúmer AVS: S 008-04Til baka Senda grein

header14


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica