Fréttir
  • Mælingar á eldisþorski
    Mælingar á eldisþorski
    Dr. Þorleifur Ágústsson verkefnisstjóri ásamt félögum að störfum

Þorskur í ljósum

18.9.2008

Unnið er að viðamiklu verkefni á Ísafirði þar sem verið er að kanna áhrif ljóss á vöxt og kynþroska þorsks í eldi. Markmið verkefnisins er að nýta ljós til að ná fram auknum vaxtarhraða og seinkun kynþroska.

Ljós og ljóslota er öflugur umhverfisstýriþáttur bæði hvað varðar vöxt og kynþroska fiska. Með notkun nýrrar gerðar ljósa (cold cathode), sem gefa frá sér eina bylgjulengd sem dreifist betur um vatnsfasann en hefðbundin ljós, verður hægt að hafa áhrif á lykilatriði í þroskunarferli þorsks í sjókvíum.

Ljósastýrð vaxtarhvatning bætir fóðurnýtingu og styttir eldistímann og þar með minnka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Seinkun eða hindrun kynþroska eykur gæði eldisþorsks og samantekið mun verkefnið því stuðla að aukinni hagkvæmni og framlegð í þorskeldi.

Í maí 2007 voru seiði flutt frá Hafrannsóknarstofnun á Stað við Grindavík til Álftafjarðar þá um 166 gr að þyngd að meðaltali. Fiskurinn var hjá Hafrannsóknarstofnun í kerum með ljósum og án ljósa í samanburðarhóp. Sömu meðhöndlun var haldið áfram eftir fluttning í sjókvíar og fengu seiðin hefðbundna meðferð í þorskeldi m.t.t. umhirðu og fóðrunar. Starfsmenn Hraðfrystihússins Gunnvarar sinna kvíunum, sem eru 6 metrar í þvermál og 5-6 metra djúpar.

Tekin hafa verið lengdar-og þyngdarmælingar af hópunum, sjá línurit Einnig hafa verið tekin vefjasýni til rannsóknar á þróun þroska hjá fiskinum t.d. tálknsýni, blóðsýni, heilasýni, vöðvasýni og kynkirtlasýni.

     

 Á myndinni hér fyrir neðan má sjá að eftir fluttning í sjó vex sambanburðarhópur betur til að byrja með. Áhrif kynþroska á vöxt kemur bersýnilega í ljós í maí sýnatöku þar sem ljósastýrður fiskur vex betur en samanburðurahópur.
 Linurit_ljos_og_ekki_ljos

 

         

 Þroskun kynkirtla hjá hængum og hrygnum í ljósum og ekki í ljósum. Þroskun kynkirtla, kynþroskastuðull (GSI) er metinn sem þyngdarhlutfall kynkirtla af heildarþyngd fisks í prósentum.
 GSI_kynkirtlastudull
 Á mynd hér fyrir ofan má sjá að ljósin hafa meiri háhrif á hrygnurnar en hængana. Einnig má sjá á myndinni að hrygnurnar fara seinna í kynþroska en hængar.


Verkefnisstjóri verkefnisins er Dr. Þorleifur Ágústsson, en hann starfar hjá Matís ohf á Ísafirði.

Tilvísunarnúmer AVS: R 012-06
Til baka Senda grein

header14


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica