Fréttir
  • Ísaður þorskur
    Ísaður þorskur

Kynning á nýjum hugbúnaði

8.9.2008

Á sjávarútvegssýningunni 2-4 október nk. verður kynntur nýr hugbúnaður sem nefnist FisHmark á sýningarbás Matís ohf.

Þróuð hefur verið frumgerð af hugbúnaði sem ætlað er að auðvelda stýringu og vinnslu botnsjávarfisks, með áherslu á þorsk. Þessi hugbúnaður er afrakstur verkefnisins „Framlegðarhámörkun“ sem AVS sjóðurinn hefur styrkt ásamt Tækniþróunarsjóði.

Hugbúnaðurinn mun nýtast sjávarútvegsfyrirtækjum við að tengja saman upplýsingar um veiðar og vinnslu bolfisks og nýta þær til að ná fram hagkvæmari stýringu á sókn og vinnslu bolfisks. Hugbúnaðurinn er sniðinn að þörfum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja en uppbygging hans er með þeim hætti að auðvelt er að þróa hann til útflutnings.

Verkefnisstjóri var Sveinn Margeirsson hjá Matís ohf. Auk Matís tóku hugbúnaðarfyrirtækin Maritech, Trackwell og AGR þátt í verkefninu sem og sjávarútvegsfyrirtækin Samherji hf, Vísir hf, FISK Seafood hf og Guðmundur Runólfsson hf.

     

 Valviðmót

 Valviðmót frumgerðar FisHmark. Hér er hægt að

velja mismunandi forsendur bestunar fyrir sjávarútvegsfyrirtæki.


Tilvísunarnúmer AVS: R 053-07Til baka Senda grein

header1


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica