Fréttir
  • Marglytturannsóknir
    Marglytturannsóknir í Eyjafirði

Brennihvelja á Íslandsmiðum

18.8.2008

Brennihveljan hefur valdið umtalsverðu tjóni í laxeldi hér við land þegar dýrin hafa lent á eldiskvíum og angar hafa slitnað af þeim. Á öngunum eru stingfrumur sem haldast virkar þrátt fyrir að angarnir hafi slitnað frá búknum og þessar stingfrumur skaða því eldisfiskinn.

Brennihveljan (Cyanea capillata) er meðal stærstu marglyttna í heimshöfunum, mest yfir einn metra í þvermál og angar hennar geta orðið 30 metra langir.

Rannsóknir hófust á útbreiðslu og magni brennihveljunnar á vormánuðum 2007 og styrkir AVS sjóðurinn þessar rannsóknir. Verkefnið er unnið í samvinnu Háskóla Íslands, Hafrannsóknastofnunar og Samherja hf. og markmiðið er að kanna útbreiðsla brennihveljunar á ýmsum árstímum og breytingar í magni á milli ára.

Frumathuganir árið 2007 sýndu fram á að brennihveljan var að sumarlagi algeng við Vestfirði og fyrir Norðurlandi og þegar kom fram á haust reyndist hún algeng víð Austurland.

Niðurstöður þessa árs benda til þess að umtalsverður munur sé milli ára, bæði í fjölda einstaklinga í vatnsbolnum og í vexti og þroska. Í ár virðist brennihveljan vera seinni til að verða kynþroska og minna er um hana nú en árið 2007. Hins vegar hefur komið í ljós að óvenju mikið er marglyttunni bláhvelju (Aurelia aurita).

Lirfur marglyttunnar setjast á botninn og mynda holsepa og því lifa marglyttur sem separ á botni áður en þær fara á hveljustigið. Ekkert er vitað um það hvar brennihveljan dvelur á þessu stigi sem holsepi. Rannsóknirnar beinast því einnig að því kanna á hvaða dýpi og á hvaða hafsvæðum uppvaxtarsvæði holsepans eru.

Samhliða rannsóknum á útbreiðslu brennihveljunnar hafa farið fram á rannsóknastofu athuganir á virkni stingfruma í öngum brennihveljunar. Þær benda til þess að stingfrumurnar geti haldist virkar í allt að mánuð í öngum sem skornir hafa verið af dýrinu.

Tilvísunarnúmer AVS: R 059-07Til baka Senda grein

header1


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica