Fréttir
  • Sár af völdum Flexibacter sp.
    Sýkt seiði
    Seiði með sár af völdum Flexibacter sp.

Sjúkdómar í þorskeldi

22.7.2008

Á undanförnum árum hefur verið unnið að sjúkdómarannsóknum í þorskeldi á Vestfjörðum og fylgst var með tegundum og fjölda sjúkdómstilvika þriggja árganga frá smáseiðaeldi til slátrunar. Markmið verkefnisins var að byggja upp reynslu- og gagnagrunn um sjúkdóma í þorskeldi á Íslandi.

Líkt og raunin varð í eldi laxfiska þá hefur tíðni og fjölbreytni sjúkdóma í eldisþorski aukist því lengur sem eldið er stundað. Í upphafi bar mest á sníkjudýrasýkingum sem villt seiði báru með sér inn í eldisumhverfið. Engar bakteríusýkingar greindust í keraeldi fyrsta árgangsins í eldi. Nú er staðan sú að bakteríusýkingar eru meira áberandi og eru miklir skaðvaldar.

Kýlaveikibróðir og víbríuveiki eru bakteríusjúkdómar og eru lang alvarlegustu sjúkdómsvaldar í íslensku þorskeldi. Lyfjagjöf virkar jafnan vel ef til hennar er gripið áður en óeðlilegra affalla verður vart, því sjúkir fiskar hætta fljótt að taka fóður og takmarkar það gagnsemi lyfjagjafar. Tíð lyfjanotkun eykur hins vegar hættu á myndun ónæmra bakteríustofna auk þess sem markaðurinn krefst takmarkaðrar notkunar.

Það vantar töluvert upp á að lyf séu til við öllum þeim sjúkdómum sem geta hrjáð fiska í eldi og því er brýnt að efla rannsóknir á ónæmiskerfi þorsksins og þróun bóluefna ásamt því að vakta áhrif einstakra sýklategunda á fiskinn. Einnig væri æskilegt ef unnt reynist að auka sjúkdómsþol eldisþorsks með kynbótum.

Skýrsla verkefnisstjóra: Þorskeldi á Vestfjörðum – sjúkdómarannsóknir


Tilvísunarnúmer AVS: R 016-04

Til baka Senda grein

header1


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica