Fréttir
  • Bleikjur
    Bleikjur

Nýtt bleikjufóður

3.6.2008

Margt bendir til þess að hægt sé að minnka hlut fiskimjöls og lýsis í bleikjufóðri án þess að það komi niður á vexti og gæðum bleikju í eldi.

Með auknu fiskeldi eykst þörfin fyrir nýtt fóður einkum og sér í lagi fyrir þá fiska sem hafa verið aldir á fiskimjöli og lýsi, sem unnið er úr uppsjávarfiski, enda ljóst að innan fárra ára mun hráefni af þessum uppruna verða mjög takmarkað. En aukin eftirspurn hefur valdið töluverðum verðhækkunum á fóðri að undanförnu.

Í byrjun þessa mánaðar lauk Bjarni Jónasson meistarnámi sínu við Háskólann á Akureyri, en verkefni hans hét: “Replacing fish oil in Arctic charr diets. Effects on growth, feed utilization and product quality”, en það er hluti af AVS verkefninu “Plöntuhráefni í bleikjufóðri í stað fiskimjöls og lýsis”.

Bjarni vann fyrst og fremst að því að kanna hver áhrif það hefði að skipta út fisklýsi og nota olíur af plöntuuppruna í fóður bleikjunnar.

Helstu niðurstöður Bjarna voru þær að bleikja vex vel á fóðri sem inniheldur plöntuolíur, en hafa verður þó í huga að fitusýrusamsetning bleikjunnar verður önnur og hlutfall fitusýra verður líkara plöntuolíum en fisklýsi. Það má hafa áhrif á þetta hlutfall með því að skipta út jurtaolíum og nota lýsi í meira mæli í einhver tíma fyrir slátrun.

Bjarni er einn af mörgum háskólanemum sem hefur lokið meistaranámi í verkefnum sem styrkt eru af AVS sjóðnum, en leiðbeinendur Bjarna voru Rannveig Björnsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur á Matís, Dr. Jón Árnason deildarstjóri eldisdeildar Matís, Ólafur Sigurgeirsson sérfræðingur við Hólaskóla og Dr. Helgi Thorarensen deildarstjóri fiskeldis við Hólaskóla.

þegar líður á sumarið verður birt ítarleg skýrsla um verkefnið "Plöntuhráefni í bleikjufóðri í stað fiskimjöls og lýsis”.

Tilvísunarnúmer AVS: R 013-05Til baka Senda grein

header3


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica