Fréttir
  • Humar
    Humar

Aðgreining tegunda í humarvörpu

2.4.2008

Hafrannsóknastofnunin vann að athyglisverðum tilraunum til að greina aukaafla frá við humarveiðar og koma þannig í veg fyrir að fanga fiskungviði og fisktegundir sem ekki eru nýtanlegar.

Við veiðar á humri með botnvörpu kemur jafnan umtalsverður aukaafli. Hluti aukaaflans er nýttur, en oft er verulegur hluti aflans fiskungviði og -tegundir sem ekki eru nýttar. Með aðgreiningu fisks frá humri í veiðiferlinu má minnka dráp á fiski sem ekki er nýttur, og jafnframt bæta aflagæði og þar með auka verðmæti humar- og fiskafla.

AVS rannsóknasjóður styrkti verkefni þar sem leitast var við að aðgreina fisk frá humri í veiðiferlinu. Í þeim tilgangi var humarvarpa útbúin með tveimur vörpupokum og skiljubúnaði þar fyrir framan. Hafrannsóknastofnunin stóð að verkefninu, og fóru rannsóknirnar fram á RS Bjarna Sæmundssyni sumarið 2007. Verulegur árangur náðist og hafnaði nánast allur humar í öðrum pokanum eins og til var ætlast. Jafnframt var mestum hluta fiskaflans beint frá humrinum og í fiskpokann. Í áframhaldandi rannsóknum vorið 2008 verður lögð áhersla á að skilja smáfisk frá í veiðiferlinu samhliða aðgreiningu fisks og humars með skiljubúnaði.

Verkefnisstjóri verkefnisins Ólafur A. Ingólfsson hefur sent sjóðnum skýrsluna: "Tegundaaðgreining í humarvörpu".

Tilvísunarnúmer AVS: R 021-07

Til baka Senda grein

header18


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica