Fréttir
  • Agnar hjá Hafró með þorsk
    Agnar hjá Hafró með eldisþorsk

Bætibakteríur í þorskeldi

25.3.2008

Það liggur fyrir að góður vaxtarhraði lirfa og seiða hefur mikil áhrif á vaxtargetu þorsk á síðari stigum. Því skiptir það höfuðmáli að vel sé búið að ungseiðum í eldi.

Í umhverfi hrogna og lirfa er mikill fjöldi örvera, sumar hafa neikvæð áhrif meðan aðrar geta haft jákvæð áhrif á afkomu og lifun lirfa. AVS sjóðurinn hefur styrkt verkefnið forvarnir í fiskeldi undanfarin ár og því verkefni er nú lokið, en megin markmið verkefnisins var að kortleggja örveruflóruna í eldisumhverfinu og kanna hvaða bakteríur gætu haft bætandi áhrif á þorskeldið.

Helstu niðurstöður verkefnisins eru að mögulegt er að nota bætibakteríur á hrogna-, lirfu- og seiðastigi til þess að ná betri afkomu, meiri vexti og lífsþrótti. Með því að nota bætibakteríur voru höfð mikil áhrif á örveruflóru eldisumhverfisins um leið og áhrif komu fram á þroska og ónæmisörvun lirfanna. Bætibakteríurnar höfðu einnig greinileg áhrif á vaxtarhraða þorskseiða við fóðurrannsóknir.

Mikilvægt er að rannsaka áfram umhverfi eldisins á fyrstu stigum því það er greinilegt að bestu aðstæður í upphafi skila sér margfalt til baka með bættri afkomu og auknum vexti.

Tilvísunarnúmer AVS: R 041-04

Til baka Senda grein

header17


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica