Fréttir
  • ísaður fiskur
    Ísaður fiskur

FisHmark-nákvæmari áætlanagerð í fiskveiðum

6.2.2008

Þann 14. febrúar n.k. verður kynnt til sögunnar frumgerð hugbúnaðar, FisHmark, sem gerir stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja mögulegt að framkvæma nákvæmari áætlanagerð í fiskveiðum. AVS hefur styrkt verkefnið. Fundurinn, sem fer fram á 2. hæð á Radisson Saga Hótel, hefst klukkan 13:30.

Með þessum nýja hugbúnaði er hægt að:

  • Auka virði sjávarfangs og tryggja aðgang inn á kröfuharða sérmarkaði
  • Greina hvaða þættir hafa áhrif á virði sjávarfangs og afkomu fiskveiða og fiskvinnslu
  • Búa til tillögur að hagkvæmasta fyrirkomulagi að veiðum og ráðstöfun afla
  • Auðvelda fiskseljendum að miðla upplýsingum um vöru, svo sem um uppruna hennar
  • Tengja saman gögn úr rafrænum afladagbókum, mælingum í móttöku og úr upplýsingakerfum um vinnslu og markað
  • Leita hagkvæmustu lausna í virðiskeðju þorskafurða og auka hagnað fyrirtækja

Fundurinn, sem fer fram á 2. hæð á Radisson Saga Hótel, hefst klukkan 13:30.

Dagskrá fundarins:

13:30 Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Matís, setur fundinn

13:35 Kolbeinn Gunnarsson, Trackwell. Rafrænar afladagbækur og upplýsingakerfi veiða

13:50 Þór Jónatansson, Maritech .Upplýsingakerfi vinnslu

14:05 Eyjólfur Ásgeirsson, AGR. FisHmark-virkni og möguleika

14:30 Kaffihlé og fundargestum boðið að prófa FisHmark

14:50 Sveinn Margeirsson, Matís. FisHmark: Næstu skref hugbúnaðarins og áhrif á afkomu íslensks sjávarútvegs

15:10 Fundarlok


Tivísunarnúmer AVS: R 053-07

Til baka Senda grein

header11


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica