Fréttir
  • Ufsahnakkar
    Ufsahnakkar

Aukin verðmæti flakavinnslu

13.9.2007

Það er að mörgu að hyggja þegar fiskpróteinum er sprautað í flök og flakabita til þess að auka nýtingu. Vinnsluaðferðin og gæði próteinanna geta haft mikil áhrif á geymsluþol og gæði afurðanna.

Markmiðið var að gera prótein, sem féllu til í vinnslu svo sem marningur og aðrar ódýrar aukafurðir, verðmætari með því að sprauta þeim inn í verðmæt flök og flakabita. Einnig var ætlunin að auka vatnsbindieiginleika fiskvöðans um leið og heildarnýting í flakavinnslu væri aukin.

Notast var við marning sem hráefni fyrir prótein, en marningurinn var smækkaður og blandaður saltvatni og síðan sprautaður í flökin, mikilvægt er að gæta að ferskleika marningsins og öllu hreinlæti. Sprautun hafði mikil áhrif á geymsluþol ferskra flaka, því kom það betur út að frysta flökin eftir sprautun.

Með því að nota blöndu af smækkuðum marningi og saltpækli fékkst meiri þyngdaraukning en ef bara er notast við veikan saltpækil. Þessi vinnsluferill sem nýtir marning og aðrar ódýrar aukaafurðir með þessum hætti getur aukið heildarverðmæti flakavinnslunnar verulega, en hægt er að ná allt að 10% þyngdaraukningu með sprautun. Með því að bæta próteinum í vöðvann má draga úr magni salts sem notað er til að ná settri þyngdaraukningu.

Þegar sprautuð flök og ósprautuð eru borin saman í kæligeymslu þá rýrna þau sprautusöltuðu meira þ.e. meira drip, það sama gerist þegar frosin flök eru þídd. Aftur á móti er munur við suðu óverulegur.

Þegar próteinum er bætt við flök eða flakabita þá þarf að huga að uppruna fiskpróteinanna og lögum og reglugerðum varðandi merkingar. AVS sjóðurinn hefur fengið skýrslu sem gerir grein fyrir þessum merkingaskyldum. Lesa skýrslu

Nánari upplýsingar um verkefnið gefur Kristín Anna Þórarinsdóttir hjá Matís ohf

Tilvísunarnúmer AVS: R 027-05Til baka Senda grein

header10


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica