Fréttir
  • Ýsuhal
    Ýsuhal

Flokkun fisks við veiðar

23.8.2007

Sýnt hefur verið fram á að hægt er að ná allgóðum árangri í að aðskilja fisktegundur við veiðar með því að nota lagskipta botnvörpu.

Hafró fékk forverkefnisstyrk hjá AVS til að kanna virkni tvískiptrar botnvörpu og voru gerðar tilraunir um borð í togbátnum Gunnbirni ÍS. Lárétt þil úr 300 mm neti skipti vörpubelgnum í efri og neðri hluta. Í ljós kom að stærsti hluti ýsunnar hafnaði í efri bokanum meðan flestir þorskarnir höfnuðu í þeim neðri. Allmikill breytileiki var milli hala og veiðiferða sem skýrist að nokkru leyti af þeim aðferðum sem beitt var við tilraunirnar, en einnig kom í ljós að birtustig gæti haft nokkur áhrif á árangur.

Ýsuhal á dekki
 Ýsuhal komið á dekk

Þessar niðurstöður sem fengust benda þó til þess að ná má góðum árangri í að aðskilja þorsk og ýsu við veiðar. Þannig mætti nota tvískiptar vörpur með misstórum möskvum í efri og neðri poka fyrir sitthvora tegundina, t.d. væri hægt að nota 135 mm möskva fyrir ýsu og stærri möskva fyrir þorsk. Með þeim hætti væri hægt að halda einungis stærsta þorskinum meðan megnið af ýsunni væri áfram í pokanum.

Mikilvægt er að halda áfram að vinna að þessum tilraunum og afla frekari gagna um hlutfallsskiptingu aflans, áhrif dýpis og birtustigs.

Verkefnisstjórinn Ólafur Arnar Ingólfsson hjá Hafró á Ísafirði hefur skilað sjóðnum skýrslu sem má nálgast hér.

Tilvísunarnúmer AVS: S 030-06

Til baka Senda grein

header19


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica