Fréttir
  • © Jón Baldur Hlíðberg, www.fauna.is
    Raekja
    © Jón Baldur Hlíðberg, www.fauna.is

Setja þarf meiri kraft í markaðssetningu á rækju

11.7.2007

AVS sjóðurinn styrkti á síðasta ári verkefni til að kanna leiðir til að styrkja og efla stöðu kaldsjávarrækju á mörkuðum og hvort grundvöllur væri hjá rækjuframleiðendum við Norður-Atlantshaf að fara út í sameiginlegt markaðsátak.

Rækjuframleiðendur frá Íslandi, Grænlandi/Danmörku, Færeyjum og Noregi stofnuði með sér samstarfshóp til að fara ofan í saumana á þessu máli. Norska útflutningsráðið fyrir fisk ásamt SEAFISH í Bretlandi lögðu verkefninu til áhugaverðar markaðaskannanir um stöðu markaðarins fyrir kaldsjávar- og heitsjávarrækju.

Það er greinilegt að á Bretlandsmarkaði er heitsjávarrækjan að sækja á á kostnað kaldsjávarrækjunnar. Breski markaðurinn hefur til þessa verið stærsti og mikilvægasti markaðurinn fyrir kaldsjávarrækju. Hlutur íslenskra rækju hefur verið mestur á þeim markaði en útflutningur á rækju þangað hefur dregist saman um þriðjung á árunum 2003-2005. Hlutur Kanada hefur aftur á móti aukist verulega í minnkandi markaði fyrir kaldsjávarrækju.

Niðurstaða þessa verkefnis er því sú að mikilvægt er að vinna að enn meiri krafti að markaðsmálum kaldsjávarrækunnar ef ekki á illa að fara. Aðilar þessa verkefnis eru að kanna möguleika þess að safna saman framleiðendum við Norður-Atlantshaf til að undirbúa öfluga sókn inn á markaði Evrópu.

Sjá má skýrslu verkefnisins hér

Tilvísunarnúmer verkefnisins: S 015-06Til baka Senda grein

header2


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica