Fréttir
  • Hjallur
    Hjallur

Harðfiskur sem heilsufæði

8.6.2007

Íslendingar hafa borðað harðfisk allt frá upphafi byggðar og svo sjálfsagt hefur þótt að menn kynnu að verka harðfisk að engir hafa talið það ómaksins vert að skrá niður hvernig verka skuli harðfisk. Þar af leiðandi eru mjög fáar eldri heimildir til um verkunina, en aftur á móti eru til margar frásagnir um neyslu harðfisks.

Hér á landi efast enginn um hollustu harðfisks, en nauðsynlegt er þó að hafa allar upplýsingar á hreinu nú á tímum og nauðsynlegt að rökstyðja þessa vissu með áreiðanlegum mælingum. Því var ráðist í þetta verkefni þar sem markmiðið var að afla upplýsinga um íslenska harðfisk og að þessar upplýsingar yrðu aðgengilegar framleiðendum og neytendum.

Eins og vitað var þá er harðfiskur mjög ríkulegur próteingjafi með 80-85% próteininnihald, en það sem meira er að próteinin eru að miklum gæðum, sem kom í ljós þegar amínósýruinnihald harðfisk var borið saman við amínósýrur eggja.

Þessar niðurstöður styðja mjög vel við þá fullyrðingu um að harðfiskur sé hið besta heilsufæði, en þó þarf að staldra við og huga að saltinnihaldi en það getur haft neikvæð áhrif á hollustu. Í ljós kom að saltinnihald er nokkuð hærra hjá þeim sem þurrka fisk inni, en saltinnihaldi er auðvelt að stjórna og þurfa framleiðendur að stilla notkun þess í hóf..

Við mælingu á snefilefnum (sjá nánar í skýrslu) þá kom í ljós að magn þeirra er vel innan við ráðlagðan dagskammt, nema selen. Magn selen í 100 g er á við þrefaldan ráðlagðan dagskammt, en það er þó ekki talið skaðlegt á nokkurn hátt.

Harðfiskur uppfyllir því öll skilyrði sem góður próteingjafi, auk þess að vera einstaklega hentugur sem nesti í ferðalög, léttur, næringarríkur og handhægur.

Lesa má skýrslu verkefnisstjóra hér.

Nánari upplýsingar gefa:

Guðrún Anna Finnbogadóttir hjá Matís ohf á Ísafirði sími: 450 3021 eða 858 5048 og

Ásbjörn Jónsson hjá Matís ohf Í Reykjavík í síma 422 5017

Tilvísunarnúmer AVS: R 025-06Til baka Senda grein

header4


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica