Fréttir
  • Penzim vorur
    Penzim vörur

Rannsóknir á Penzim húðáburði

10.4.2007

AVS sjóðurinn styrkti verkefni til að kanna hvort Penzim húðáburðurinn hafi læknisfræðilega verkan gagnvart sjúkdómum. Verkefnið var unnið í samstarfi við Möltuháskóla og sjúkrahús á Möltu.

Ensímtækni þróaði og framleiddi ákveðnar gerðir af Pensim áburði sem notaður var við rannsóknirnar á Möltu. Ákveðið var að bera saman notkun þessa áburðar við notkun hefðbundinna aðferða við meðhöndlun legusára. Megin niðurstaða þessarar rannsóknar var að Penzim-500 samsetningin, gaf betri raun en hinar hefðbundnu aðferðir, svo afrakstur verkefnisins sýnir fram á læknisfræðilega virkni Penzim-500, sem inniheldur trypsín úr þorski. Þessar niðurstöður gefa tilefni til frekari rannsókna og þróunar á þessum vettvangi.

Sjá má kynningarefni hér.


Tilvísunarnúmer AVS: S 002-03
Til baka Senda grein

header15


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica