Fréttir
  • DrBragi_Snyrtivorur
    DrBragi Snyrtivörur

Snyrtivörur úr þorski

9.3.2007

Þá er komið að því að ensím úr íslenskum þorskum ratar í snyrtivörur fyrir erlendan markað. AVS sjóðurinn hefur stutt rannsókna og þróunarstarf Dr. Jóns Braga Bjarnasonar undanfarin ár.

Eitt af verkefnunum hafði það að markmiði að þróa markaðshæfar andlitssnyrtivörur, sem innihalda ensímið trypsín úr þorski. Unnið var að þróun á samsetningu vörunnar þar sem verið var að vega og meta styrk pensíms, en það er verndað heiti trypsín ensímsins, og hlutfall annarra innihaldsefna. En þess má geta að notkun trypsíns úr þorski (Penzyme) í snyrtivörur er varið með einkaleyfum í 30 löndum.

Prófanir voru unnar í samvinnu við breska snyrtivörufyrirtækið Beauty Linka, sem nú heitir Pure Icelandic Ltd og vinnur það fyrirtæki nú að markaðssetningu. Haldinn var kynningarfundur 16. janúar s.l. á fyrstu vörunni sem seld er undir heitinu “Dr. Bragi Age Management Formulation. Nálgast má kynningu Dr. Jóns Braga hér.

Sagt hefur verið frá þessum rannsóknum í ýmsum blöðum og tímaritum og vísindaráðstefnum og sjá má veggspjald frá einni ráðstefnunni hér.

Einnig má nálgast upplýsingar á heimasíðunni www.drbragi.com

Tilvísunarnúmer AVS: S 003-03

Til baka Senda grein

header10


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica