Fréttir
  • Bleikja
    Bleikja
    © Jón Baldur Hlíðberg, www.fauna.is

Undirbúningur bleikjuverkefna

19.1.2007

Landssamband fiskeldisstöðva fékk stuðning hjá AVS sjóðnum til að undirbúa markaðsátak bleikjuafurða. Nú er þessu forverkefni lokið með skilum á skýrslu verkefnisstjóra, í skýrslunni er að finna ýmis mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga þegar byggja á upp markað fyrir íslensku bleikjuna.

Kristján Hjaltason tók saman skýrslu um hvað hefur verið gert í gegnum tíðina og stöðu mála, einnig bendir hann á atriði sem mikilvægt er að hafa í huga og setur fram tillögur um hvað beri helst að gera þegar kemur að markaðsátakinu. Í skýrslunni er að finna margar hugmyndir að nýjum verkefnum sem þarf að vinna að til að treysta grunn og sérstöðu íslensku bleikjunnar.

Þessi skýrsla er mjög mikilvæg og raun skyldulesning fyrir þá sem hafa í huga að sækja um verkefni um markaðsátak bleikjuafurða en til stendur að úthluta að minnsta kosti 10 millj.kr til slíkra verkefna á næstu þremur árum.

Hér fyrir neðan má nálgast skýrsluna og glærukynningu Kristjáns Hjaltasonar.

Skýrsla verkefnisstjóra

Kynning VerkefnisstjóraTil baka Senda grein

header5


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica