Fréttir
  • Þorskur
    Svangur eldisþorskur

Lækkun fóðurkostnaðar í þorskeldi

21.11.2006

Komið hefur í ljós í verkefni styrkt af AVS að lækka megi próteininnihald í fóðri hjá þorski þegar hann er orðin 3-500g að srærð. Almennt er talið að fóður sé um 40-60% af heildarframleiðslukostnaði í þorskeldi og prótein í fóðri er dýrasti hluti þess.

Nú er varið miklum fjármunum í eldi á þorski og mikilvægt að leitað sé allra leiða til að gera eldið arðbært. Því var ráðist í þetta verkefni að meta próteinþörf þorsks. Notast var við tvo stærðarflokka af þorski til að meta hvort breytilegt próteininnihald í fóðri hefði áhrif á vöxt og gæði. Annar stærðarflokkurinn samanstóð af þorski á stærðarbilinu 30-100g en hinn var á bilinu 300-500g.

Fóðrað var með fóðri sem innihélt prótein á bilinu 34-54% og í ljós kom hjá stærri hópnum að enginn munur var á vaxtarhraða þeirra einstaklinga sem fengu mest prótein og þeirra sem fengu minnst. Það kom heldur ekki fram munur í næringarefnainnihaldi þorsksins, svo greinilega má endurskoða og minnka innihald próteins í því fóðri sem almment er notað og þar með lækka fóðurkostnað nokkuð.

Minni hópurinn var greinilega viðkvæmari fyrir minnkun próteins og til þess að vaxa og dafna eðlilega þá þarf þorskur á bilinu 30-100g fóður sem inniheldur prótein á bilinu 44-56%, en endurtaka þarf þennan hluta tilraunarinnar til þess að rannsaka þessi mörk nánar.

Samhliða þessu verkefni þá er unnið að svipuðum rannsóknum annars staðar á Norðurlöndunum og hefur Norræni iðnþróunarsjóðurinn styrkt verkefni sem nefnist “Feed for Atlantic cod” og voru íslensku þátttakendurnir þeir sömu og í íslenska verkefninu þ.e. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Fóðurverksmiðjan Laxá, Hólaskóli, SR mjöl, Háskólinn á Akureyri og Brim fiskeldi ehf. Skýrslu norræna verkefnisins má nálgast á:

http://www.nordicinnovation.net/prosjekt.cfm?Id=1-4415-207

Skýrslu verkefnisstjóra AVS verkefnisins má nálgast hér.Til baka Senda grein

header17


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica