Fréttir
  • Saltfiskur í bakka
    Saltfiskur í bakka

Merkingaskylda fiskafurða

24.10.2006

Í verkefninu "Notkun fiskpróteina í flakavinnslu" sem AVS-sjóðurinn styrkir er verið að rannsaka möguleika á að auka verðmæti í fiskvinnslu með því að nota unnin prótein eða fiskmassa sem náttúruleg hjálparefni. Markmiðið er að geta nýtt próteinafurðir til að auka nýtingu, gæði og tryggja stöðugleika fiskafurða sem eru mikilvægir þættir m.t.t. arðsemi og markaðsmöguleika. Það mun hafa í för með sér breytingar á framleiðslu afurða og einnig má gera ráð fyrir aukinni stýringu á efnainnihaldi og vinnsluferlum. Því er mikilvægt er að hafa haldbærar upplýsingar um merkingarskyldu og matvælalöggjöf hvað þessi mál varðar.

Fylgja þarf ákveðnum viðmiðum um innihald hjálparefna, sem eru mismunandi t.a.m. fyrir ferskan, frystan og saltaðan fisk og eins eftir markaðssvæðum. Það er oft litið neikvæðum augum á notkun hjálparefna en staðreyndin er sú að þau geta bætt eiginleika afurða séu þau notuð á réttan hátt. Þó ber að tilgreina hjálparefnin á öllum stigum framleiðslunnar í innihaldslýsingum þannig að kaupendur og neytendur fái allar upplýsingar um þá vöru sem þeir kaupa.

Sem dæmi um vörumerkingar á erlendum neytendapakkningum má nefna að í Bandríkjunum þekkist vel að merkja vöru sem "water added" og þykir það frekar jákvæður en neikvæður stimpill, þ.e. ef magni viðbætts vatns er haldið innan skynsamlegra marka. Til að binda vatnið eru gjarnan notuð viðbætt hjálparefni. Ef um ferska vöru er að ræða og viðkomandi efni er ekki leyft í þann vöruflokk má ekki kalla vöruna ferska.  Hins vegar er hægt að geta þess að í vörulýsingu að hún hafi verið framleidd úr fersku hráefni samhliða nánari innihaldslýsingu, eins og dæmi finnast um varðandi fosfatnotkun erlendis.  Fosfatframleiðendur vilja gjarnan setja fosfatnotkun fram sem gæðastimpil, varan verði safaríkari og eins getur litablær orðið betri. 

Aðalatriðið er að neytandinn hafi aðgang að öllum upplýsingum um þá vöru sem hann kaupir, hann hefur þá val um hvað hann vill borða og hvað ekki og sérstaklega m.t.t. þess að sum hjálparefni geta verið ofnæmisvaldandi og m.a. þess vegna fylgir því mikil ábyrgð að rétt efni séu tilgreind á umbúðum. Einnig ber að hafa í huga að ákveðnar fisktegundir geta valdið ofnæmi, og gera má ráð fyrir auknu framboði á unnum fiskpróteinum í formi hjálparefna í framtíðinni sem geta verið af mismunandi uppruna.

AVS sjóðnum hefur borist skýrsla þar sem gerð var útttekt á merkingarskyldu vegna breytinga á efnainnihalda fiskafurða.

 Til baka Senda grein

header5


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica