Fréttir
  • Logi Fiskiri
    Fiskiri

Borðum meiri fisk

13.9.2006

Íslendingar eru á meðal mestu fiskneysluþjóða í heimi og tengja það oft langlífi og góðu heilsufari þjóðarinnar almennt, en nú eru vissar blikur á lofti í þeim efnum, enda hefur fiskneysla, sérstaklega ungs fólks dregist verulega saman á undanförnum árum. AVS hefur styrkt verkefni þar sem markmiðið er að kanna viðhorf ungs fólks til fiskneyslu.

Verkefni það sem AVS hefur styrkt kallast “Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða”. Verkefnið er unnið af Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Félagsvísindastofnun, Rannsóknastofu í næringafræði og SH-þjónustu. Verkefnið er í fullum gangi en engu að síður þá benda fyrstu niðurstöður til minnkandi fiskneyslu hjá ungu fólki og ber unga fólkið við ýmsum afsökunum, m.a. að erfitt sé að matreiða fiskinn. Það hefur þó einnig hefur komið fram að flestir gera sér grein fyrir hollustu sjávarfangs.

Í ljósi þessara niðurstaðna af rannsóknum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins þá hefur Sjávarútvegsráðuneytið ákveðið að efna til sérstaks átaksverkefnis um miðjan september undir nafninu Fiskirí. Ætlunin er að vekja athygli landsmanna á öllum aldri á því hversu hollur og góður fiskurinn er og gera fólki ljóst að það getur verið bæði einfalt og fljótlegt að matreiða fisk.

Sjá nánari upplýsingar á www.fiskiri.is

Tilvísunarnúmer AVS: S 032-06Til baka Senda grein

header1


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica