Fréttir
  • Tilraunir með fiskiskilju
    Tilraunir með fiskiskilju um borð í Berki NK

Fiskiskilja í flotvörpu

12.9.2006

Kolmunnaafli íslendinga hefur aukist umtalsvert frá árinu 1997, en fyrir þann tíma er varla hægt að segja að þær hafi verið stundaðar. Fljótlega fór að bera á að bolfiskur (þorskur og ufsi) kæmi með í farmi kolmunnaveiðiskipa. Þegar athuganir voru gerðar á magni þessa meðafla kom í ljós að það var oft töluvert. Þessi meðafli er oft verðmætari en kolmunni en lendir þó engu að síður í bræðslu þar sem hann er ekki skilinn frá. Vegna þessa var veiðisvæðum lokað þar sem mikið bar á meðafla og kolmunnaskipum er gert skylt að gera grein fyrir magni meðafla í farmi og færa til kvóta.


Hafrannsóknastofnunin í samvinnu við Hampiðjuna hóf að vinna verkefni við að þróa skilju í flotvörpu og var norsk fiskiskilja höfð til viðmiðunar. AVS styrkti þetta verkefni 2004 og hófst vinna við þróunina árið 2005 og var útbúi tilraunaskilja. Hún var reynd í veiðiferð á Berki NK og síðar mynduð með neðansjávarmyndavél í leiðangri á Árna Friðrikssyni. Skiljan virkar vel við útskilnað á meðafla þó gallalaus sé hún ekki.


Skiljan hefur verið lögleidd og leyfist því að veiða á lokuðum svæðum með meðaflaskilju af skilgreindum gerðum. En björninn er ekki alveg unnin þar sem það hefur komið í ljós að verkfærið endist illa og þarf því að þróa skiljuna frekar. Við kolmunnaveiðar eru kraftar og stærðir meiri en við flestar aðrar veiðar. Bæði er togað hratt, veiðarfærið stórt, afli oft mikill (100 – 500 tonn í togi) og skiljan þarf að fara inn á tromlu í miklu átaki án þess að aflagast.


Það er hinsvegar búið að læra mikið á þessum tveimur árum bæði út frá mælingum og myndatökum Hafrannsóknastofnunarinnar og frá nýjum gerðum skilja sem Hampiðjan og Fjarðanet á Akureyri hafa hannað og fengið sjómenn til að reyna. Auk þessa hafa niðurstöður tilrauna sem gerðar hafa verið í Færeyjum gefið mikilvægar upplýsingar. Það er því nokkuð að skýrast um þessar mundir hver næstu skref eiga að vera og er fullur hugur í mönnum að leysa þessa þraut að fullu á næstu kolmunnavertíð.

Tilvísunarnúmer AVS: S 026-04 

 

Sjá nánar skýrslu verkefnisstjóra.Til baka Senda grein

header11


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica