Fréttir
  • Helen Lauzon
    Hélène Lauzon,
    Verkefnisstjóri A hluta verkefnisins

Forvarnir í fiskeldi - Ný skýrsla

20.2.2006

Nýlega kom út skýrslan Forvarnir í fiskeldi, sem er framvinduskýrsla í samnefndu verkefni er hófst árið 2004 og lýkur árið 2007. Í verkefninu er m.a. rannsakað hvernig þróa megi aðferðir til að greina og bæta umhverfisþætti í lúðu- og þorskeldi á frumstigi eldisins, þ.e. frá klaki til lirfuskeiðs, en á því tímabili eru afföllin í eldinu hvað mest.

Verkefnið, eins og skýrslan, skiptist í tvo, aðskilda hluta: Hluti A, nefnist Forvarnir í þorskeldi og er það Hélène Lauzon, matvælafræðingur á Rf, sem er verkefnisstjóri þess hluta. Hluti B kallast aftur á móti Flokkun örvera: Probiotika tilraunir og verkefnisstjóri þess hluta er Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri Fiskeldissviðs Rf og lektor við Háskólann á Akureyri.

Verkefnið er fjármagnað af AVS og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins en að því kemur vísindafólk frá ýmsum öðrum stofnunum, svo sem Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar að Stað, Grindavík, fiskeldisfyrirtækið Fiskey ehf, Náttúrufræðistofnun Íslands (Akureyrarsetur), Raunvísindadeild H.Í. og Hólaskóli.

Lesa meira

Til baka Senda grein

header16


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica