Fréttir
  • Ufsahnakkar
    Ufsahnakkar

Hitastig í frystigeymslu tryggir gæðin

9.5.2005

AVS styrkti verkefni sem fól í sér greiningu á hitadreifingu í frystiklefum og gámum, en nokkuð algengt er að ekki er gætt nægjanlega vel að geymslum frystiafurða. Ef frystar afurðir og þá einkum lausfrystar afurðir verða fyrir miklum hitasveiflum þá rýrir það gæði afurðana mjög fljótt, íshúð hverfur, fiskstykkin þorna og mikið hrím myndast í umbúðunum.

Verkefnið var unnið af Hlyni Þór Björnssyni verkfræðinema, en þetta var masterverkefni hans. Markmið verkefnisins var að finna lausnir til að lágmarka gæðarýrnun lausfrystra afurða í geymslu. Hlynur fylgdist með hitasveiflum í nokkrum frystigeymslum og kom í ljós að þær gátu verið allverulegar, hönnun klefa, verklag við afhrímingu og umgengni voru stærstu áhrifaþættirnir. Íshúð og þornun afurða hefur oft verið tilefni kvartana kaupenda og með því að nýta sér upplýsingar sem er að finna í samantekt Hlyns sem hér fylgir með má vafalítið minnka gæðarýrnun frystra afurða í geymslu.

Lesa grein
Til baka Senda grein

header6


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica