Fréttir
  • Hverastryta
    stryta_hjalteyri_5

Lífvirk efni úr íslenskum sjávarlífverum

15.3.2005

AVS rannsóknasjóðurinn styrkti verkefni sem hafði það m.a. að markmiði að kanna hvernig best væri að byggja upp þekkingu og færni á svið rannsókna og vinnslu lífvirkra efna úr sjó og sjávarfangi á Íslandi.

Nú hafa verkefnisstjórarnir skilað inn skýrslu þar sem farið er yfir helstu tækifærin til að skapa verðmæti úr lífríki sjávarins. Skýrslan er ekki tæmandi hvað þetta varðar heldur tekur fyrir sérstaklega tvo hópa efna sem framleidd eru af örverum í sjó, annars vegar efni sem hafa frumuhemjandi virkni og svo sjávarolíur ríkar af ómega 3 fitusýrum. Báðir þessir efnaflokkar eru áhugaverðir sem hráefni í snyrtivörur, fæðubótarefni, matvæli og fóður. Hugsanlega má nýta slík efni einnig sem lyf.

Verðmæti og möguleikar efnanna á markaði ráðast að miklu leyti af þeim upplýsingum sem til eru um efnin, þekkingu á virkni þeirra og gæðum á framleiðslu þeirra.

Til að breyta lofandi möguleikum í arðbæra markaðsvöru á nefndum efnum er lagt til að byggð verði upp með kröftuglegum hætti þekking og færni á þessu sviði. Byggðar verði upp fjölbreyttar rannsóknir til að mæla mismunandi lífvirkni með margvíslegum aðferðum sem skynja mismunandi áhrif efnanna. Benda má á að lífvirknimælingar geta orðið einkaleyfishæf söluvara. Aðferðirnar verði síðan notaðar til að skima markvisst eftir nýjum efnum. Þróaðar verði fullkomnari sýnatökuaðferðir af lífverum (sérstaklega örverum) í sjó. Greiningar verði að mestu leyti unnar með DNA/RNA tækni og komið verði upp stofnasafni. Nánari upplýsingar eru að fá hjá verkefnisstjóranum Dr. Hjörleifi Einarssyni hjá Háskólanum á Akureyri.

Skýrsluna má nálgast hér.Til baka Senda grein

header5


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica