Fréttir
  • Sýnishorn af sæbjúgum
    Saebjugu

Er nægur kraftur í íslenskum sæbjúgum?

7.3.2005

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins fékk forverkefnisstyrk frá AVS rannsóknasjóðnum til að setja upp mælingar á tveimur lífvirkum efnum í íslensku sjávarfangi. Við Íslandsstrendur finnst fjölbreytt lífríki sem í dag er einungis nýtt að hluta. Á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er unnið að nokkrum verkefnum þar sem stefnan er að kanna svonefnda lífvirkni (bioactivity) sjávarafurða en lífvirkni er forsenda þess að mögulegt sé að markaðssetja vörur sem markfæði (functional food).

Í verkefninu var markmiðið að setja upp mæliaðferðir til að mæla tvö efni sem hafa þekkta lífvirkni en það eru efnin Chondroitin sulfat og Saponin. Þessi efni eru þekkt í sjávarlífverum, t.d. sæbjúgum og skötubörðum.

Til að prófa aðferðafræðina sem upp var sett voru mæld hrá sæbjúgu, verkuð sýni frá Reykofninum-Grundarfirði ehf og til samanburðar voru fengin sæbjúgu erlendis frá alls 7 sýni frá Hong Kong og Singapúr (sjá mynd). Vel gekk að setja upp mæliaðferðirnar en einnig sýndu frumniðurstöður að íslensk sæbjúgu innihalda svipað magn af þessum lífvirku efnum og svipaðar afurðir frá Asíu. Frumniðurstöður verkefnisins hafa gert Reykofninum-Grundarfirði kleift að selja sýnar afurðir fyrir ásættanlegt verð á markaði í Asíu. Áhugi er fyrir því að nýta mæliaðferðirnar til að mæla efnin í öðru sjávarfangi heldur en sæbjúgum.Til baka Senda grein

header9


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica