Fréttir
  • Marel merki
    Marel logo

Marel róbóti í fiskvinnslu

22.2.2005

Marel hf hefur verið að vinna að verkefninu “ Ný kynslóð vinnslutækni fyrir hvítfisk”, sem styrkt var af AVS rannsóknasjóðnum. Með verkefninu hefur Marel hf. tekið fyrstu skrefin við innleiðingu róbótatækni fyrir fiskvinnslu, en róbótavæðing í matvælavinnslu hefur að undanförnu verið til skoðunar innan fyrirtækisins.

Þótt róbótatækni sem slík sé ekki ný af nálinni hefur henni lítið verið beitt við vinnslu hráefnis í matvælaiðnaði. Í fiskvinnslu er hráefnið sérstaklega viðkvæmt og óreglulegt í lögun. Miklar kröfur eru gerðar um þrifanleika búnaðarins og þol gagnvart blautu umhverfi.

Í verkefninu var m.a. farið yfir þá róbótatækni sem nú þegar er til og notkunarsvið róbóta í matvælavinnslu. Hafin var þróun tölvusjónar fyrir róbóta og lögð drög að næstu skrefum við róbótavæðingu í fiskvinnslu.Til baka Senda grein

header9


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica