Fréttir

Markaðssetning á saltfiski í Suður-Evrópu

Verkefninu "Markaðssetning á saltfiski í Suður-Evrópu# R o56-14 er lokið

14.11.2016

Markmiðið verkefnisins er að efla samkeppnisstöðu íslenskra saltfiskafurða og auka verðmætasköpun með því að treysta orðspor og ímynd saltaðra þorskafurða sem úrvals afurða. Það er gert með því að vekja athygli á íslenskum uppruna og sérstöðu sem tengist gæðum og hreinleika. Í öðru lagi að efla tengsl við lykilhagsmunaaðila, innkaupa- og dreifingaraðila með fræðslu og kynningum, og að síðustu skapa áhuga kaupenda á íslenskum fiski og festa í sessi núverandi og nýja neytendur.

Markmiðið verkefnisins er að efla samkeppnisstöðu íslenskra saltfiskafurða og auka verðmætasköpun með því að treysta orðspor og ímynd saltaðra þorskafurða sem úrvals afurða. Það er gert með því að vekja athygli á íslenskum uppruna og sérstöðu sem tengist gæðum og hreinleika. Í öðru lagi að efla tengsl við lykilhagsmunaaðila, innkaupa- og dreifingaraðila með fræðslu og kynningum, og að síðustu skapa áhuga kaupenda á íslenskum fiski og festa í sessi núverandi og nýja neytendur.

Bacalao_LI_3406Markaðssamstarf undir yfirskriftinni „Smakkaðu og deildu leyndarmáli íslenska þorsksins“ hófst árið 2013. Það er samstarfsverkefni Íslandsstofu og Íslenskra saltfiskframleiðenda (ÍSF) með þátttöku 25 fyrirtækja í framleiðslu og sölu saltaðra þorskafurða. Markaðsstarfið beinist að þremur mörkuðum: Spáni, Portúgal og Ítalíu.

Alls fylgja nú um 30.000 manns verkefninu á samfélagsmiðlum í löndunum þrem. Markaðsefni tengt verkefninu hefur náð til allra þeirra, auk ótal annarra sem hafa sótt viðburði úti á mörkuðunum sem verkefnið hefur tekið þátt í eða skipulagt. Greinar hafa birst í stærstu dagblöðum og vefmiðlum hvers lands fyrir sig. Lögð hefur verið áhersla að fá umfjöllun þekktra matreiðslumanna og bloggara sem hafa marga fylgjendur á samfélagsmiðlum.             Haldnar                 hafa       verið kynningar í fimm kokkaskólum þar sem um 300 upprennandi matreiðslumenn hafa fræðst um gæði      hráefnisins og séð meistarakokka            elda       dýrindis                rétti       úr íslenska          hráefninu.           Meðal                 viðburða erlendis má nefna þátttöku í stórum saltfiskhátíðum og kokkaráðstefnum þar sem gestir hafa fengið að smakka fiskinn

okkar. Gerðar hafa verið markaðsrannsóknir á öllum mörkuðunum og hafa fyrirtækin fengið þær rannsóknir til að nýta í sínu markaðsstarfi. Þetta er aðeins lítið dæmi um þær markaðsaðgerðir sem ráðist hefur verið í.

Ávinningur af verkefninu er margþættur, bæði mælanlegur og óefnislegur. Tekist hefur að búa til sameiginlegan vettvang og miðla til þess að senda samræmd skilaboð út á markaðina.  Sýnileiki Íslands sem upprunalands gæðasaltfiskafurða er orðinn meiri í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Áhugi hjá milliliðum í virðiskeðjunni hefur aukist á að hampa íslenska upprunanum. Margar beiðnir um samstarf í kynningu hafa borist og fjölgar eftir því sem að verkefninu vex fiskur um hrygg. Virk þátttaka fyrirtækjanna hefur skipt miklu og mun gera það áfram, en samstaða er meðal þáttakenda að halda áfram á sömu braut. Ísland kemur nú fram með einni röddu og skilaboðin eru stöðug og heilsteypt og tengjast gæðum íslenska þorsksins. Verkefnið er jafnframt fyrirmynd af því sem hægt er að gera í markaðsstarfi íslenskra sjávarafurða á öðrum mörkuðum. 

Skýrslu vegna verkefnisins má nálgast r.

 

Til baka Senda grein

header17


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica