Fréttir

Markaðssetning á fæðubótarefnum með próteini R 016-16

Lokið er verkefninu "Markaðssetning á fæðubótarefnum með þorskprótíni" R 016-16

20.7.2017

Um er að ræða verkefni sem laut að því að markaðssetja IceProtein® afurðina á Íslandi með því að þróa fæðubótarefna 

vörulínu sem innihéldi IceProtein® afurðina. IceProtein® afurðin er vatnsrofið þorskprótín sem er þróað af rannsókna- og þróunarfyrirtækinu Iceprotein á Sauðárkróki úr afskurði sem fellur til við flakavinnslu á þorski

Frétt

Verkefninu Markaðssetning á fæðubótarefnum með þorskprótíni er lokið. Um er að ræða verkefni sem laut að því að markaðssetja IceProtein® afurðina á Íslandi með því að þróa fæðubótarefna vörulínu sem innihéldi IceProtein® afurðina. IceProtein® afurðin er vatnsrofið þorskprótín sem er þróað af rannsókna- og þróunarfyrirtækinu Iceprotein á Sauðárkróki úr afskurði sem fellur til við flakavinnslu á þorski. Vörulínan sem var þróuð heitir Amínó® Fiskprótín og inniheldur 3 vörutegundir, Liði, Létt og 100%. Þegar vöruþróun var lokið, var ákveðið að stofna nýtt fyrirtæki í kringum framleiðslu og sölu á IceProtein® afurðinni og Amínó® Fiskprótín vörulínunni. Úr varð að systurfyrirtæki Iceprotein, PROTIS ehf. var stofnað sem er einnig í eigu FISK Seafood ehf. Þann 1. febrúar, 2016 komu svo fyrstu vörurnar á markað undir vörumerkinu Amínó® Fiskprótín. Vörulínan inniheldur þrjár vörutegundir sem ætlaðar til aðstoðar við þyngdarstjórnun og nefnist sú vara Létt. Önnur varan styður við liðaheilsu og heitir Liðir og þriðja varan inniheldur einungis IceProtein® afurðina og er ætluð til að styðja við vöðvaheilsu. Heimasíða var hönnuð á ensku og íslensku sem veitir upplýsingar um vörurnar og einnig var Facebook síða stofnuð. Samið var við íslenskt sölu og markaðssetningarfyrirtæki til að annast sölu og markaðssetningu á Amínó®Fiskprótín vörunum. Sýningar voru heimsóttar til að afla viðskiptasambanda, kynningarefni var framleitt. Erindi og kynningar voru haldnar á íslenskum og alþjóðlegum ráðstefnum og sýningum. Amínó®Fiskprótín vörurnar eru komnar í flestar matvöruverslanir, apótek og heilsubúðir á Íslandi. Því má segja að verkefnið hafi aflað jákvæðrar ímyndar fyrir íslenskan sjávarútveg og aukið virði á íslensku sjávarfangi. AVS, Þróunarsjóði KS og FISK Seafood er þakkað fyrir stuðning við verkefnið.

 

Til baka Senda grein

header1


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica