Fréttir

Markaðir fyrir „fiskflos“

Verkeffninu R 041-19 " Markaðir fyrir „fiskflos“" er l okið

20.5.2020

         Fiskflos er búið til úr þurrkuðum fisk, úr ýmsum tegundum af fiski. Hæsta verðið fæst fyrir fiskflos sem búið er til úr túnfisk, lax og þorski (sambærilegar „floss“ vörur er gerðar úr nautakjöti, svínakjöti, kjúkling o.fl.). 

Særáð ehf. hlaut styrk frá AVS til að safna saman upplýsingum og gera markaðrannsókn um fiskflos (e. Fish floss“) markaði í Asíu og meta hvar möguleikar eru bestir til að markaðssetja og selja fiskflos unnið úr íslenskum fiski. Gera viðskiptaáætlun byggða á markaðsáætluninni. Framleiða fiskflos úr íslenskum fiski samkvæmt kröfum markaðarins og hefja markaðssetningu og sölu.

Fiskflos er búið til úr þurrkuðum fisk, úr ýmsum tegundum af fiski. Hæsta verðið fæst fyrir fiskflos sem búið er til úr túnfisk, lax og þorski (sambærilegar „floss“ vörur er gerðar úr nautakjöti, svínakjöti, kjúkling o.fl.). Fiskflos er búið til með því að þurrkaður fiskur er rifinn niður í smáar einingar eða duft. Við matreiðslu er gjarnan bætt við t.d. grænmeti, mjólkurvörum, bragðefnum og kryddi og fiskflosið oft notað út í súpur og sem uppfylling í „dim sum“, í bakaða rétti og fleira. Stærstu markaðirnir fyrir fiskflos eru í Kína, Taiwan og Japan.

Með styrknum gat Særáð ehf. greitt fyrir vinnu markaðsráðgjafa og tekið þátt í matvælasýningum til að kynna fiskflosið fyrir væntanlegum kaupendum. Fiskflosið hefur hlotið góða dóma á matvælasýningum, í kynningum og hjá kaupendum í Kína sem er stærsti markaðurinn.

Til baka Senda grein

header11


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica