Fréttir

Lífvirkt sjávarpeptíð og íslenskt þang R 031-14

Verkefninu "Lífvirkt sjávarpeptíð og íslenskt þang" R 031-14 er lokið. Skýrsla vegna verkefnisins er fyrst um sinn lokuð

14.11.2016

 Markmiðið verkefnisins var að þróa lífvirk sjávarpeptíð, unnin úr aukaafurðum fiskvinnslu og bóluþangi, með ýmsa lífvirka eiginleika, framleitt á iðnaðarskala í verksmiðju Iceprotein á Sauðárkróki

Verkefninu Lífvirk sjávarpeptíð og íslenskt þang er lokið. Markmiðið verkefnisins var að þróa lífvirk sjávarpeptíð, unnin úr aukaafurðum fiskvinnslu og bóluþangi, með ýmsa lífvirka eiginleika, framleitt á iðnaðarskala í verksmiðju Iceprotein á Sauðárkróki. Þá var einnig markmið að finna hagkvæmustu leiðina fyrir þau á markað. Framkvæmd var ítarleg markaðssrannsókn til þess að kanna hverjir væru bestu markaðsmöguleikarnir. Í kjölfar markaðsrannsóknar var ákveðið að þróa lífvirku peptíðin með það í huga að nýta þau sem snyrtivöruafurð í stað fæðubótarefnis, en niðurstöður markaðsrannsóknar bentu til þess að góðir möguleikar væru fyrir afurð, sem býr yfir þeim eiginleikum sem lífvirku sjávarpeptíðin búa yfir, á snyrtivörumarkaði. Framleidd voru nokkur mismunandi afbrigði af sjávarpeptíðunum sem gengust undir ýmsar mælingar. Niðurstöður geymsluþolsprófana við mismunandi hitastig bentu til þess að sjávarpeptíðin sem komu best út í mælingum höfðu mjög langt geymsluþol eða a.m.k. 18 mán við herbergishita. Lífvirknimælingar komu einnig ágætlega út þó mátti sjá lítillega minnkun á andoxunarvirkni við geymslu í langan tíma. Bóluþangsútdrátturinn sem notaður við framleiðsluna gaf viðbótar eiginleika þ.e. aukna bólguhemjandi virkni og aukna elastasa- og kollagenasa virkni (sem hefur jákvæð áhrif á að viðhalda kollageni í húðinni), en þessir tveir eiginleikar eru mikilvægir í tengslum við húðheilsu. Niðurstöður benda til þess að lífvirk sjávarpeptíð sem innihalda bóluþangs útdráttinn eru vel til þess fallinn til að nota í húðvörur. Samin var markaðsáætlun með það í huga að lífvirku sjávarpeptíðin yrðu seld í heildsölupakkningum til annarra snyrtivörframleiðanda sem gætu blandað þau í sínar snyrtivörur og selt á markaði. Ef úr því verður má þess vænta að hægt verði að nálgast snyrtivörur í verslunum sem innihalda lífvirk sjávarpeptíð unnin úr íslenskum fisk og íslensku þangi sem hafa nærandi og heilandi áhrif á húð.

Á myndinni er dr. Sigrún Mjöll Halldórsdóttir verkefnisstjóri

Til baka Senda grein

header14


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica